Klukkan 19:15 í dag hefst leikur Stjörnunnar og ÍA í 2. umferð Bestu deildar karla eftir tvískiptinguna, þetta er seinasti leikurinn í umferðinni. Rétt í þessu voru byrjunarliðin að detta í hús.
Lestu um leikinn: Stjarnan 3 - 0 ÍA
Jökull Elísabetarson gerir engar breytingar á Stjörnuliðinu frá 2-2 jafnteflinu gegn Breiðablik á dögunum. Hann heldur sig alfarið við sama hóp.
Skagamenn töpuðu 2-0 gegn Blikum í seinustu umferð en Jón Þór Hauksson, þjálfari liðsins, gerir allt að þrjár breytingar á Skagaliðinu frá þeim leik. Þeir Oliver Stefánsson, Ingi Þór Sigurðsson og Marko Vardic koma inn í liðið fyrir þá Hlyn Sævar Jónsson, Rúnar Má Sigurjónsson og Steinar Þorsteinsson.
Byrjunarlið Stjarnan:
12. Árni Snær Ólafsson (m)
2. Heiðar Ægisson
4. Óli Valur Ómarsson
5. Guðmundur Kristjánsson (f)
10. Hilmar Árni Halldórsson
11. Adolf Daði Birgisson
18. Guðmundur Baldvin Nökkvason
22. Emil Atlason
24. Sigurður Gunnar Jónsson
30. Kjartan Már Kjartansson
32. Örvar Logi Örvarsson
Byrjunarlið ÍA:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
3. Johannes Vall
6. Oliver Stefánsson
9. Viktor Jónsson (f)
11. Hinrik Harðarson
13. Erik Tobias Sandberg
17. Ingi Þór Sigurðsson
19. Marko Vardic
23. Hilmar Elís Hilmarsson
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
77. Haukur Andri Haraldsson
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 25 | 17 | 5 | 3 | 64 - 27 | +37 | 56 |
2. Breiðablik | 25 | 17 | 5 | 3 | 58 - 30 | +28 | 56 |
3. Valur | 25 | 11 | 7 | 7 | 59 - 40 | +19 | 40 |
4. Stjarnan | 25 | 11 | 6 | 8 | 47 - 39 | +8 | 39 |
5. ÍA | 25 | 11 | 4 | 10 | 45 - 37 | +8 | 37 |
6. FH | 25 | 9 | 6 | 10 | 40 - 46 | -6 | 33 |
Athugasemdir