Fótbolta nördinn er nýr hlaðvarpsþáttur hjá Fótbolti.net. Í þessum þáttum munu knattspyrnumenn og fjölmiðlamenn etja kappi í spurningakeppni. 16 liða úrslitin eru hafin og hægt er að hlusta á þeim í spilaranum og öllum öðrum hlaðvarpsveitum.
Í þessum þætti eigast við FH og Gula spjaldið. Fyrir FH keppir, vinstri bakvörðurinn, Böðvar Böðvarsson, og fyrir Gula spjaldið keppir leikmaðurinn, þjálfarinn og sparkspekingurinn, Ásgeir Frank Ásgeirsson.
Þetta er fyrsti þátturinn í 16 liða úrslitum og framundan er mikil spenna í því hver mun sigra þessa keppni. Þáttakendur í keppninni koma frá RÚV, Stöð 2, Fótbolti. net, Dr. Football, Gula spjaldinu, Þungavigtinni, 433.is, Steve Dagskrá, Víking, Breiðablik, FH, ÍA, Fram, KR, Fylki og Aftureldingu.
Athugasemdir