Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mið 02. október 2024 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Rúnar Már ekki meira með á tímabilinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Rúnar Már Sigurjónsson, leikmaður ÍA, hefur spilað sinn síðasta leik í sumar en hann er á leið í aðgerð.


Þetta staðfesti Jón Þór Hauksson í viðtali við Fótbolta.net eftir tap liðsins gegn Stjörnunni á mánudagskvöldið.

Rúnar Már hefur ekki mikið getað tekið þátt með liðinu í sumar en hann hefur aðeins komið við sögu í tíu leikjum í Bestu deildinni. Hann meiddist á nára gegn Breðabliki í fyrstu umferð í úrslitakeppninni og þarf að fara í aðgerð.

ÍA er fimm stigum á eftir Val í baráttunni um Evrópusæti þegar þrjár umferðir eru eftir en Skagamenn fá FH í heimsókn í næstu umferð á sunnudaginn.


Jón Þór: Við vorum klaufar
Athugasemdir
banner
banner
banner