Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   mán 30. september 2024 23:11
Sölvi Haraldsson
Jökull: Það hefur aldrei neitt svoleiðis verið nefnt
Jökull I Elísabetarson.
Jökull I Elísabetarson.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Mér fannst við frábærir í dag eins og undanfarið. Mér fannst við stjórna þessum leik þó svo að þeirra leið til að stjórna er að sitja svolítið aftar. Mér fannst við komast í mikið af góðum stöðum og færum. Ég er virkilega ánægður með hópinn í dag.“ sagði Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir 3-0 sigur á ÍA í kvöld.


Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  0 ÍA

Stjarnan gerði enga breytingu á liðinu frá seinasta leik gegn Völsurum en er það bara því Jökull var ánægður með hópinn í þeim leik?

Það er ekki oft þar sem við höldum sama byrjunarliðinu. Það var orkan í liðinu og hvernig menn voru. Við horfðum líka í það þannig að við værum að fara inn í svipaðan leik og síðast. Við vissum að Valsararnir myndu liggja til baka og Skagamennirnir hafa gert það. Við hugsuðum að það passaði vel að vera með eins lið.

Leið Jökli einhverntíman eins og Stjarnan væri að fara að tapa eftir að Stjarnan tók forystuna?

Mér leið mjög vel með þennan leik allan tíman og líka í 0-0. Þeir ógnuðu mest eftir klafs í hornum. Mér fannst við frábærir aftarlega, Gummi (Guðmundur Kristjánsson) og Siggi (Sigurður Gunnar Jónsson) voru frábærir. Aðrir í vörninni og Árni líka. Þeir fyrir framan þá líka og Hilmar átti frábæran leik.

Jón Hrafn kom mjög vel inn í þennan leik en Jökull er ánægður með hann og allt liðið.

Hann kom virkilega flottur inn og aðrir líka. Hann kom ferskur inn og við þurftum á því að halda. Virkilega ánægður með hópinn.

Komu Stjörnumenn inn í þennan leik sem einhverskonar úrslitaleik?

Við tölum aldrei um stöðuna í deildinni eða úrslitaleiki eða svoleiðis. Við tölum bara um hvernig við viljum spila, hvernig leikurinn gæti litið út og hvað við viljum gera, hvar við viljum bæta okkur frá því áður. Það hefur aldrei neitt svoleiðis verið nefnt.

Nánar er rætt við Jökul í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner