Bayern hefur áhuga á Bruno - Man Utd ætlar að bjóða í Branthwaite - Frank og McKenna orðaðir við stjórastarfið á Old Trafford
   lau 05. janúar 2019 13:54
Arnar Helgi Magnússon
McAusland í viðræðum við Grindavík
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Skoski varnarmaðurinn Marc McAusland er í viðræðum við Grindavík um að ganga til liðs við félagið.

Gunnar Már Gunnarsson, formaður Grindavíkur staðfesti að viðræður við leikmanninn hafi átt sér stað í samtali við Fótbolta.net í dag og sagði að það kæmi í ljós á allra næstu dögum hvort að úr félagsskiptunum yrði.

Marc McAusland hefur leikið með Keflavík á síðastliðnum árum og verið fyrirliði liðsins.

„Ég fór á fund með félaginu (Keflavík) og við komumst að samkomulagi um að finna félag í Pepsi-deildinni til að taka við samningi mínum," sagði McAusland við Fótbolta.net fyrr í vetur.

McAusland sem kom til Íslands fyrir sumarið 2016 spilaði 19 leiki í Pepsi-deildinni síðasta sumar.

Keflavík féll úr Pepsi-deildinni á liðnu sumri en nokkrir leikmenn eru á förum, eins og mögulega McAusland. Dönsku sóknarmennirnir Jeppe Hansen og Lasse Rise eru að fara og þá er Juraj Grizelj farinn. Marko Nikolic verður ólíklega áfram.
Athugasemdir
banner
banner
banner