mið 05. október 2022 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gunnhildur Yrsa með hundrað leiki í einni sterkustu deild heims
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék á dögunum sinn hundraðasta leik í NWSL deildinni í Bandaríkjunum sem er ein sú sterkasta í heimi.

Gunnhildur, sem er 33 ára gömul, hefur leikið með bæði Utah Royals og Orlando Pride í þessari sterku deild.

Hún spilaði sinn hundraðasta leik fyrr í þessari viku er Orlando Pride mætti OL Reign. Gunnhildur spilaði allan tímann í leiknum sem endaði með 3-0 tapi fyrir hennar lið.

Tímabilið er núna búið hjá Orlando Pride en það er spurning hvort Gunnhildur verði þar áfram á næstu leiktíð. Það er óvíst eins og staðan er í dag.

Gunnhildur Yrsa er núna með landsliðinu í Portúgal þar sem liðið er að undirbúa sig fyrir einn mikilvægasta leik sem það hefur spilað.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner