Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   þri 06. mars 2018 12:20
Magnús Már Einarsson
Jói Berg: Biðin eftir sigri var orðin þreytandi
Icelandair
„Við vorum búnir að bíða ansi lengi eftir þessum sigri," segir Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsmaður en Fótbolti.net ræddi við hann í morgun.

Burnley vann 2-1 sigur gegn Everton þar sem Jóhann lagði upp mark en liðið hafði ekki unnið deildarleik síðan í desember þegar kom að þessum leik.

„Það var löngu kominn tími á þetta. Það var þreytandi að hafa ekki unnið lengi. Við lentum undir þrátt fyrir að hafa verið að spila mjög vel, mér fannst við ekki verðskulda að vera undir."

„Við vorum ekkert of stressaðir yfir því að vera undir og þjálfarinn sagði við okkur í hálfleik að það kæmu tveir fram og við myndum keyra aðeins meira á þá. Hann sagði okkur það líka að við hefðum aldrei komið til baka eftir að við værum 1-0 undir svo það væri tími til að gera það. Við spiluðum mjög vel eftir það."

Jóhann Berg og félagar höfðu því betur í Íslendingaslagnum gegn Gylfa og félögum en Burnley er í sjöunda sæti.

„Mikilvægast er að hafa náð í þessu þrjú stig og ná loksins að landa sigri. Við höfum verið frábærir á tímabilinu þó þessir síðustu tíu leikir höfðu reynst okkur erfiðir," segir Jóhann.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan en nánar verður rætt við Jóhann á Fótbolta.net í þessari viku.
Athugasemdir
banner