Jóhannes Karl Guðjónsson var mjög fúll eftir tap sinna manna gegn FH í Kaplakrika fyrr í kvöld.
Steven Lennon skoraði sigurmarkið í lokin og tryggði FH 1-0 sigur.
Steven Lennon skoraði sigurmarkið í lokin og tryggði FH 1-0 sigur.
Lestu um leikinn: FH 1 - 0 ÍA
„Það var ógeðslegt að sjá boltann fara í netið frá Lennon þarna í restina, við vorum búnir að eiga góðan leik í dag.'' Voru fyrstu viðbrögð Jóa Kalla.
Var ekki grautfúlt að ná ekki að skora í leiknum miðað við færin?
„Við fengum færin, hálfgerð óheppni að skora ekki, fengum fín skallafæri, Hallur Flosa skýtur í markmanninn og við vorum að koma okkur í góðar stöður. FH-ingarnir sem fengu sárafá færi ná að skora þetta mark og það er það sem sker úr hér í dag.''
Er krísa hjá ÍA? Liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu níu deildarleikjum.
„Við viljum náttúrulega ekkert vera að tapa mörgum fótboltaleikjum, það er alveg klárt. Við höfum verið að standa okkur vel á þessu tímabili, það er klárt en okkur hefur vantað stöðugleika. Við erum í efri hlutanum og ætlum að ná okkar markmiðum að vera í efri hlutanum.''
Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en þar talar Jói betur um leikinn, meiðsli Marcusar og vítaspyrnurnar tvær sem hann vildi fá.
Athugasemdir