
Eyjakonur lögðu Keflavík í vindasömum leik suður með sjó fyrr í kvöld. Eftir jafnan fyrri hálfleik mættu Eyjakonur beintskeyttar og grimmar til leiks í þeim síðari og tryggðu sér mikilvæg 3 stig.
Lestu um leikinn: Keflavík 0 - 2 ÍBV
„ Við sköpuðum okkur fín færi í fyrri hálfleik en við vorum ekki að nýta .þau en þetta var allt annað í seinni, nýttum vindinn og nýttum styrkleikana hennar Cloé sem gerði mjög vel.“
Sagði Sigríður Lára um þróun leiksins.
Leikurinn var afar jafn í fyrri hálfleik og má segja að Keflavíkurliðið hafi verið óheppið að setja ekki mark á gestina í fyrri hálfleik. Kom Keflavík Sigríði á óvart?
„ Nei þetta eru nýliðar og það er alltaf erfitt að mæta nýliðum og þær sýndu það að þær eiga alveg heima í Pepsi Max deildinni.“
Það hefur vakið athygli að Jón Ólafur Daníelsson þjálfari ÍBV setur sig ekki á skýrslu og situr upp í stúku á meðan á leik stendur.
Hvernig stendur á því?
„ Okkur líkar mjög vel við þetta, Óskar stjórnar frá línunni og svo gefur Jón Óli fyrirmæli uppí stúku honum finnst hann hafa betri yfirsýn þaðan og okkur líður vel með þetta.“
Sagði Sígríður Lára Garðarsdóttir eða Sísí fyrirliði Eyjastúlkna en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir