Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mán 07. október 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sænskur þjálfari að gera ótrúlega hluti í Skotlandi
Jimmy Thelin.
Jimmy Thelin.
Mynd: Getty Images
Sænski þjálfarinn Jimmy Thelin hefur farið ótrúlega af stað með Aberdeen í Skotlandi.

Thelin tók við Aberdeen í apríl síðastliðnum eftir að hafa gert virkilega góða hluti með Elfsborg í Svíþjóð. Þar var hann þjálfari Íslendinga eins og Andra Fannars Baldurssonar, Eggerts Arons Guðmundssonar, Hákonar Rafns Valdimarssonar og Sveins Arons Guðjohnsen.

Hann gaf Hákoni stórt tækifæri og núna er landsliðsmarkvörðurinn íslenski á mála hjá Brentford í ensku úrvalsdeildinni.

Thelin hefur unnið fyrstu 13 leiki sína við stjórnvölinn hjá Aberdeen og það er sögulegt. Þetta er besta byrjun hjá þjálfara í sögu skoska fótboltans. Fyrra metið setti Martin O'Neill með Celtic þegar hann vann fyrstu tólf leiki sína.

Aberdeen er eina liðið í 50 bestu deildum Evrópu sem er með 100 prósent sigurhlutfall í öllum keppnum á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner