Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
banner
   mán 09. apríl 2018 23:16
Egill Sigfússon
Óli Stefán: Stærsta slys í Íslenskri knattspyrnusögu ef Valur vinnur ekki Pepsí-deildina
Óli Stefán þurfti að sætta sig við silfur í dag
Óli Stefán þurfti að sætta sig við silfur í dag
Mynd: Grindavík
Grindavík þurfti að sætta sig við tap í úrslitum Lengjubikarsins annað ár í röð þegar liðið mætti Val í kvöld og tapaði 4-2.

Óli Stefán þjálfari Grindavíkur fannst sínir menn daprir í fyrri hálfleik og var óánægður með hvað liðið var slakt með boltann.

„Sérstaklega fannst mér fyrri hálfleikur dapur af okkar hálfu, þó við höfum staðið varnarskipulagið ágætlega þá vorum við afskaplega daprir með boltann. Til þess að eiga breik í lið eins og Val þarftu að komast í gegnum fyrstu pressu, við fengum vissulega möguleika á því og góðar stöður en slæmt touch og slæmar ákvarðanartökur á vissum mómentum gerðu það að verkum að við varla náðum þremur sendingum á milli. Valur einfaldlega verðskuldaði þetta í dag og ég óska þeim til hamingju."

Grindavík hafa verið gífurlega öflugir varnarlega í Lengjubikarnum til þessa en fengu á sig fjögur mörk í dag, Óli var sérstaklega ósáttur við að fá á sig mörk úr föstum leikatriðum.

„Við fáum á okkur tvö mörk úr föstum leikatriðum sem er algjörlega úr karakter og úr hornum. Okkar er refsað fyrir þessi mistök sem við gerum en í stóra samhenginu er hundleiðinlegt að tapa úrslitaleik og ég held þetta sé fjórði úrslitaleikurinn sem við töpum á tveimur árum sem er hundfúlt. Í stóra samhenginu er þetta bara undirbúningur fyrir Pepsí og við vissulega fáum mörg atriði útúr þessum leik sem við getum farið að vinna í fram að móti."

Óli segir ekkert sérstakt í kortunum með leikmannamarkaðinn en segir þó að þjálfarateymið sé með ákveðna stöðu í huga ef þeir ætla að styrkja sig.

„Við erum bara með augun opin og þurfum að vanda þá sem við tökum inn ef við tökum inn eitthvað en það er ekkert sérstakt í hendi núna. Þjálfarateymið er með eitthvað í huga ef við þurfum að styrkja en það er ekkert sem við gefum út eða neitt svoleiðis. Við sjáum til ef það kemur upp."
Óla lýst vel á komandi sumar og telur að deildin verði gífurlega jöfn á komandi sumri en segir það stórslys ef Valur vinnur ekki deildina.

„Við erum að fara inn í deild sem er gríðarlega jöfn, við erum að horfa á lið eins og Keflavík og Fylki sem eru að koma upp og eru rótgróin efstu deildar lið og það verður voðalega erfitt að spá í spilin. Til að mynda varðandi okkur þá þarf allt að ganga upp hjá okkur til að við gerum einhverja hluti en auðvitað ætlum við að gera betur en í fyrra og undirbúum okkur þannig. Ég held að þetta geti orðið jöfn og skemmtileg deild að undanskildu þessu gríðarsterka Valsliði og ég sagði það áðan að það verði líklega stærsta slys í íslenskri knattspyrnusögu með þessa maskínu sem þeir hafa búið til."
Athugasemdir
banner
banner