
„Það eru vonbrigði að fá bara eitt stig út úr þessu því mér fannst við vera betri aðilinn. Eitt stig er samt betra en ekki neitt. Við tökum það," sagði Dagný Brynjarsdóttir, miðjumaður Íslands, eftir 1-1 jafntefli gegn Belgíu í fyrsta leik á EM.
„Það er enn allt opið í þessum riðli. Við verðum bara að ná sigri í næsta leik."
„Það er enn allt opið í þessum riðli. Við verðum bara að ná sigri í næsta leik."
Lestu um leikinn: Belgía 1 - 1 Ísland
Dagný fannst vera smávegis stress í liðinu til að byrja með. „Kannski var spennustigið aðeins of hátt. Við vorum ekki að halda nægilega vel í boltann, en við vorum samt sem áður sterkar varnarlega. Mér fannst við spila okkur vel inn í leikinn."
Hún var ekki sátt með sína frammistöðu í fyrri hálfleik.
„Ég var ekkert spes í fyrri hálfleik. Það var maður á mér allan tímann og það var erfitt að komast í boltann. Mér fannst ég vinna mig vel inn í leikinn. Mér fannst seinni hálfleikur fínn, en ég verð að horfa aftur og það er örugglega eitthvað sem ég get bætt."
Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir