Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
laugardagur 27. apríl
Besta-deild kvenna
þriðjudagur 23. apríl
föstudagur 19. apríl
þriðjudagur 16. apríl
Meistarar meistaranna konur
mánudagur 15. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 12. apríl
Besta-deild karla
þriðjudagur 9. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 8. apríl
Besta-deild karla
föstudagur 5. apríl
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 1. apríl
Meistarar meistaranna
sunnudagur 31. mars
Enska úrvalsdeildin
föstudagur 29. mars
Úrslitaleikur Lengjubikars kvenna
miðvikudagur 27. mars
Úrslitaleikur Lengjubikarsins
þriðjudagur 26. mars
Umspilsleikur um EM sæti
U21 karla - EM 25 undankeppni
fimmtudagur 21. mars
EM umspilið
miðvikudagur 20. mars
Lengjubikar karla - Undanúrslit
sunnudagur 10. mars
Enska úrvalsdeildin
þriðjudagur 27. febrúar
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
föstudagur 23. febrúar
fimmtudagur 1. febrúar
Úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins
fimmtudagur 18. janúar
Vináttulandsleikur
sunnudagur 14. janúar
fimmtudagur 14. desember
Sambandsdeild UEFA
föstudagur 8. desember
Úrslitaleikur Bose-mótsins
þriðjudagur 5. desember
Þjóðadeild kvenna
mánudagur 4. desember
Umspil fyrir HM U20
föstudagur 1. desember
Þjóðadeild kvenna
fimmtudagur 30. nóvember
Sambandsdeild UEFA
sunnudagur 19. nóvember
Undankeppni EM
fimmtudagur 9. nóvember
Sambandsdeild UEFA
þriðjudagur 31. október
Landslið kvenna - Þjóðadeild
föstudagur 27. október
fimmtudagur 26. október
Sambandsdeild UEFA
miðvikudagur 18. október
Forkeppni Meistaradeildar kvenna
þriðjudagur 17. október
Undankeppni EM
föstudagur 13. október
þriðjudagur 10. október
Meistaradeild kvenna
sunnudagur 8. október
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 5. október
Sambandsdeild UEFA
mánudagur 2. október
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 1. október
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 29. september
Fótbolti.net bikarinn
fimmtudagur 28. september
Besta-deild karla - Efri hluti
fimmtudagur 25. apríl
Úrvalsdeildin
Brighton - Man City - 19:00
Serie A
Udinese 1 - 2 Roma
Úrvalsdeildin
CSKA 0 - 0 Spartak
Akhmat Groznyi 1 - 0 Sochi
Fakel 0 - 1 Kr. Sovetov
Ural 0 - 1 Rostov
fim 11.mar 2021 17:40 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Magda glímdi við mikinn kvíða og ofhugsanir en hefur fundið gleðina aftur

Magdalena Anna Reimus hefur leikið með Selfossi frá og með tímabilinu 2015. Hún steig sín fyrstu skref með Hetti á Egilsstöðum og lék hún sína fyrstu leiki með meistaraflokki árið 2009.

Magdalena var á dögunum valin í fyrsta æfingahóp Þorsteins Halldórssonar, nýs landsliðsþjálfara, og hafði Fótbolti.net samband í kjölfarið. Magdalena, sem er mjög hreinskilin, segir sína sögu, frá erfiðleikum sem hún upplifði eftir tímabilið 2017 og hlutverki Siggu Baxter svo dæmi séu tekin.

Um leið og ég fór í skólann og fékk að æfa fótbolta varð allt miklu betra.
Um leið og ég fór í skólann og fékk að æfa fótbolta varð allt miklu betra.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Allir sem þekkja mig kalla mig samt Magda og sérstaklega á vellinum.
Allir sem þekkja mig kalla mig samt Magda og sérstaklega á vellinum.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég byrjaði að treysta á mína getu og hlusta á fólkið sem hafði trú á mér.
Ég byrjaði að treysta á mína getu og hlusta á fólkið sem hafði trú á mér.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég er ótrúlega stolt af þessu tækifæri og þetta var mjög gott pepp inn í tímabilið.
Ég er ótrúlega stolt af þessu tækifæri og þetta var mjög gott pepp inn í tímabilið.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í staðinn fyrir að hafa meira sjálfstraust eftir gott timabil þá tóku við auknar áhyggjur og mér leið ekki vel.
Í staðinn fyrir að hafa meira sjálfstraust eftir gott timabil þá tóku við auknar áhyggjur og mér leið ekki vel.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Allir í liðinu og í kringum liðið tóku vel á móti mér.
Allir í liðinu og í kringum liðið tóku vel á móti mér.
Mynd/Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Sigga Baxter og þessi ár sem ég átti þar er ástæðan fyrir því hver ég er í dag
Sigga Baxter og þessi ár sem ég átti þar er ástæðan fyrir því hver ég er í dag
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ótrúlega gaman og peppandi að Steini valdi mig í þennan hóp og vonandi fæ ég tækifærið aftur
Ótrúlega gaman og peppandi að Steini valdi mig í þennan hóp og vonandi fæ ég tækifærið aftur
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ef ég hugsa út í það núna þá er þetta allt mjög óskýrt, svo margar minningar og þetta blandast allt saman
Ef ég hugsa út í það núna þá er þetta allt mjög óskýrt, svo margar minningar og þetta blandast allt saman
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
 Magnað lið sem við höfðum og líka fólkið í kringum okkur.
Magnað lið sem við höfðum og líka fólkið í kringum okkur.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru allir Selfyssingar mættir að styðja okkur, algjör gæsahúð.
Það voru allir Selfyssingar mættir að styðja okkur, algjör gæsahúð.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mér leið eins og ég ætti að vera þarna. Selfoss er orðið mitt heima eftir þessi sex ár.
Mér leið eins og ég ætti að vera þarna. Selfoss er orðið mitt heima eftir þessi sex ár.
Mynd/Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Ég er sátt með það sem ég gerði, sérstaklega því mér fannst aftur gaman að spila og ég var að njota mín.
Ég er sátt með það sem ég gerði, sérstaklega því mér fannst aftur gaman að spila og ég var að njota mín.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótboltalega séð vissi ég alltaf að ég var mjög efnileg og var góð í fótbolta
Fótboltalega séð vissi ég alltaf að ég var mjög efnileg og var góð í fótbolta
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ég var buin að loka smá á þessa drauma út af kvíðanum.
Ég var buin að loka smá á þessa drauma út af kvíðanum.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
En innst inni leið mér illa og verr því meira sem ég hugsaði um þessa hluti.
En innst inni leið mér illa og verr því meira sem ég hugsaði um þessa hluti.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Við erum allar saman í þessu, vitum allar hvað við eigum að gera og hjálpum hinum með það jafnt inn á vellinum og utan hans.
Við erum allar saman í þessu, vitum allar hvað við eigum að gera og hjálpum hinum með það jafnt inn á vellinum og utan hans.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Því meira sem ég var opin fyrir því að tala um hlutina, vera hreinskilin við sjalfa mig og aðra því auðveldara varð að díla við erfiðleikana.
Því meira sem ég var opin fyrir því að tala um hlutina, vera hreinskilin við sjalfa mig og aðra því auðveldara varð að díla við erfiðleikana.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mér leið eins og krakka í nammilandi þegar við löbbuðum út á völl"
Kom frá Póllandi árið 2006
Hver er uppruninn, hvaðan kemur nafnið Reimus?

„Reimus er pólskt eftirnafn. Ég fæddist og bjó þar þangað til ég og fjölskylda mín fluttum til Íslands í júni 2006," sagði Magdalena.

„Pabbi kom fyrstur til Íslands, til að vinna árið 2004, við komum til hans 2006 svo við gætum öll verið saman. Á þessum tíma voru flutningarnir það erfiðasta sem ég hafði upplifað en um leið og ég fór í skólann og fékk að æfa fótbolta varð allt miklu betra."

Líkaði ekki við nafnið Anna eitt og sér
Magdalena sagði frá því á sínum tíma í 'Hinni hliðinni' að henni líkaði ekki við gælunafnið Anna. Hvers vegna ekki?

„Það var eitthvað tímabil sem mér líkaði ekki við nafnið Anna eitt og sér og sérstaklega þegar það var einhver að kalla mig því nafni. Magdalena Anna var allt annað dæmi, en Anna fannst mér leiðinlegt. Það var örugglega út af nokkrum stelpum sem hétu það þegar ég bjó i Póllandi."

„Svo heiti ég Magdalena og finnst það mjög flott, finnst það óþarfi að kalla mig öðru nafni. Allir sem þekkja mig kalla mig samt Magda og sérstaklega á vellinum. Svo eru sumir sem kalla mig Lena."


Líður best framarlega á vellinum
Hver er uppáhaldsstaðan á vellinum og hvaða stöður hefur Magdalena leyst í gegnum tíðina?

„Hingað til á ferlinum hef ég náð að spila í mörgum stöðum á vellinum. Það hefur verið misjafnt eftir aldri hvar mér líður best og kannski líka eftir þvi í hvernig standi ég er."

„Eins og er þá líður mér best fremst á vellinum eða á köntunum. Þegar ég var yngri var ég á miðjunni, og svo spilaði ég þrjá leiki í miðverði síðasta sumar. Það er gaman að geta spilað margar stöður og hjálpað liðinu sama hvar á vellinum ég er. Skemmtilegast er bara að fá að spila leikina."


Vildu alltaf vinna Fjarðabyggð
Hvernig var að koma inn í meistaraflokkinn 2009, kom það á óvart að Magdalena spilaði tvo leiki það sumarið?

„Ég myndi ekki segja að það hafi verið óvænt, það voru einhverjar stelpur á mínum aldri byrjaðar að spila með meistaraflokki. Ég var að bíða eftir því að fá tækifæri þar sem ég taldi mig geta verið í þessum hóp. Það var spennandi og stressandi að standa sig og fá að spila áfram í meistaraflokki."

Var mikill rígur við Fjarðabyggð?

„Í yngri flokkum myndi eg segja að það var mikill rígur, við vildum alltaf sérstaklega vinna eitt lið og það var Fjarðabyggð, sama með hvaða hætti. Ég persónulega þoldi ekki að spila á móti nokkrum stelpum í því liði en það var bara í hita leiksins og svo var það búið."

Lærði helling undir stjórn Siggu Baxter
Magdalena fór úr því að skora sex mörk í fjórtán leikjum sumarið 2013 í það að skora þrettán mörk í sextán leikjum sumarið 2014. Hvernig upplifði Magdalena sumarið 2014?

„Sumarið 2014 var klárlega fyrsta sumarið þar sem ég átta mig á að ég er drullugóð í fótbolta og get gert eitthvað meira en bara verið að leika mér í fótbolta. Ég byrjaði að treysta á mína getu og hlusta á fólkið sem hafði trú á mér. Þetta sumar vorum við líka með frábært lið og það var ekki erfitt að skora mörk með þessum stelpum, þær gerðu sitt og ég gerði það sem ég átti að gera. Sigga Baxter var þarna að taka fjórða árið sitt með liðinu og við vorum með markmið sem við næstum náðum. Ég lærði helling og það var ótrúlega gaman."

Höttur rétt missti af því að komast í úrslitakeppnina sumarið 2014.

„Það var mjög svekkjandi því við vissum að við áttum skilið að fara í umspil og við vorum drullugóðar þetta sumarið. Við vorum bara óheppnar og nokkrir hlutir sem gengu ekki upp."

Fann Magdalena að hún varð betri með hverju árinu?

„Ef ég hugsa til baka þá já, klárlega varð ég betri með hverju árinu sem leið. En á þeim tíma hugsaði ég þetta ekki svoleiðs, ég hef oft hugsað að ég get gert betur en þá var ég með óraunhæfar kröfur. Fótboltalega séð vissi ég alltaf að ég var mjög efnileg og var góð í fótbolta en vissi að ég þyrfti að gera meira til að ná lengra."

„Andlega lærði ég helling undir stjórn Siggu B, ég hataði að tapa og kunni ekki að tapa. Stundum var ég með alltof stóran kjaft og sagði óþarfa hluti, ég var með mjög mikið keppnisskap. Þótt keppnisskapið sé ennþá á sínum stað þá kann ég betur á það. Ég er ótrúlega þakklát að ég náði að læra inn á keppnisskapið og náði einhverjum tökum á því. Ég á ótrulega góðar minningar frá Egilsstöðum og lærði helling hjá Hetti, Sigga Baxter og þessi ár sem ég átti þar er ástæðan fyrir því hver ég er í dag."


Sigríður Þorláksdóttir Baxter er fyrrum knattspyrnukona og keppti einnig fyrir Íslands hönd í svigi á Vetrarólympíuleikunum í Nagano. Sama ár varð hún bikarmeistari með Breiðabliki. Þess má geta að hún er móðir Þorláks Breka Baxter sem gekk í raðir Selfoss eftir síðasta tímabil.

Tilfinningin sú að hún ætti að vera á Selfossi
Eftir sumarið 2014 fór Magdalena á Selfoss. Hvers vegna skipti hún um félag á þessum tímapunkti? Komu önnur lið til greina?

„Eftir sumarið 2014 þá varð eiginlega ekkert eftir frá því sem hafði verið hjá Hetti, Sigga hætti sem þjálfari og ekkert að frétta í langan tíma. Það tók mig smá tíma að átta mig á því hvað það var sem ég vildi eftir sumarið. Það voru margar sem hættu að spila með Hetti, fluttu annað eða fóru að gera eitthvað annað. Það voru í raun bara ég og Heiðdís [Lillýardóttir] á mínum aldri sem vildum halda áfram að spila. Ég ákvað þá að fara á æfingar hjá bæði Þór/KA og svo Selfossi."

Af hverju valdi hún Selfoss?

„Sigga hafði hjálpað mér að ná sambandi við bæði Selfoss og Þór/KA. Ég valdi Selfoss á endanum þar sem mér leið ótrúlega vel þar og andrúmsloftið svipað og á Egilsstöðum, bæjarfélagið ekki of lítið en heldur ekki of stórt. Allir í liðinu og í kringum liðið tóku vel á móti mér. Mér leið eins og ég ætti að vera þarna. Selfoss er orðið mitt heima eftir þessi sex ár."

Kvíðinn tók yfir
Spólum fram til ársins 2017 þegar Selfoss vinnur næstefstu deild og Magdalena fær viðurkenninguna besti leikmaður deildarinnar. Var það peppandi fyrir framhaldið?

„Það var alveg pepp en þessu fylgdi klárlega einnig pressa á að halda áfram að standa sig vel og allt sem því fylgir. Út frá pressunni og fleiri þáttum byrjaði kvíðinn að taka yfir hausinn og í staðinn fyrir að hafa meira sjálfstraust eftir gott timabil þá tóku við auknar áhyggjur og mér leið ekki vel. Það tók langan tíma fyrir mig að núllstilla mig og finna aftur gleði og ánægju af íþróttinni sem ég elska."

Léku gegn nígeríska landsliðinu
Spólum aftur fram um tvö ár, það er undirbúningstímabil og Selfoss mætir landsliði Nígeríu í æfingaleik. Hvernig kom það til og hvernig var sú reynsla?

„Ég er ekki alveg viss hvernig það kom til að við spiluðum þennan leik en býst við því að Alfreð (þjálfari) hafi lagt mikið á sig til að spila gegn einhverjum af liðunum sem voru þarna úti á sama tíma og við."

„Það var ótrúlega gaman að spila leikinn og sást alveg að þegar við erum allar á sama plani og spilum fyrir hverja aðra þá getum við gert góða hluti. Í leiknum fengum við þriðja markmann hjá Nígeríu til að standa í markinu og það hjálpaði okkur ekki. Varnarlínan var ennþá að koma ser vel saman eins og allt liðið sem heild. Svo þegar aðeins betri leikmenn hjá Nígeríu komu inn á þá breyttist leikurinn og þær tóku yfir. Ég er ótrúlega stolt af þessu tækifæri og þetta var mjög gott pepp inn í tímabilið."


Leið eins og krakka í nammilandi
Magdalena hefur spilað tvo bikarúrslitaleiki. Hún kom inn á sem varamaður sumarið 2015 þegar leikurinn tapaðist gegn Stjörnunni en var svo í byrjunarliðinu gegn KR sumarið 2019 þegar sigur vannst. Magdalena var beðin um að rifja upp þessa tvo leiki. Hún byrjaði á leiknum 2015.

„Það er aldrei gaman að tapa og sérstaklega þarna 2015 áttum við góðan möguleika á að vinna titil en það þurfti að bíða. Ég persónulega hefði viljað spila meira og það var bæði mjög svekkjandi og pirrandi að spila bara 25 mínútur í leiknum. Það var vegna þess að eftir að ég kom inn á fékk ég högg á kviðinn og gat ekki haldið áfram, en það var samt geggjað að upplifa þetta. Mér leið eins og krakka í nammilandi þegar við löbbuðum út á völl og það voru allir Selfyssingar mættir að styðja okkur, algjör gæsahúð."

Og svo að 17. ágúst árið 2019.

„Dagurinn var stórkostlegur, spennan, pressan, væntingar og allt saman var á sínum stað. Alveg magnað hvað maður þarf að vinna úr mörgum tilfinningum og hugsunum áður en stigið er á völlinn. Undirbúningur var mjög góður, allar tilbúnar að spila og gefa allt í þetta."

„Ef ég hugsa út í það núna þá er þetta allt mjög óskýrt, svo margar minningar og þetta blandast allt saman. Það er geggjað að upplifa bikarúrslitaleik og frekar erfitt að lýsa þessu. Leikurinn gekk upp og niður, held að allar tilfinningar í kringum þetta voru það sterkar að við vorum að erfiða í byrjun leiks en svo small þetta, við ætluðum okkur af öllum okkar krafti að vinna leikinn. Við gerðum allar allt til þess og okkur tókst það. Liðið var magnað og líka fólkið í kringum okkur."


Fannst aftur gaman að spila
Að tímabilinu í fyrra, Magdalena skoraði þrjú mörk í sextán leikjum. Var hún sátt með eigin frammistöðu?

„Ég er sátt með það sem ég gerði, sérstaklega því mér fannst aftur gaman að spila og ég var að njota mín. Ég veit hvað ég gerði vel og hvað ég get gert betur en var ekki mikið að spá í fjölda marka. Ég reyni að gera eins vel fyrir liðið á þann hátt sem þarf, hvort það sé með því að sitja á bekk og peppa alla áfram, hlaupa í varnarleiknum eða skora mörk. Við erum allar saman í þessu, vitum allar hvað við eigum að gera og hjálpum hinum með það jafnt inn á vellinum og utan hans."

Selfoss stefndi ofar en að enda í 4. sæti, hvað klikkaði?

„Það hefði verið skrýtið ef við hefðum, eftir mjög gott tímabil, sett stefnuna á sama árangur og árið á undan. Svo auðvitað stefndum við hærra, félagið, liðið og allt samfélagið vill koma Selfossi í hæstu hæðir. Við viljum vera toppfélag á Íslandi og það gerist ekki nema ef stefnan er sett hátt."

„Ég er ekkert endilega á því að hlutirnir hafi klikkað en okkur tókst ekki ná þessu markmiði síðasta sumar. Það var margt sem breyttist fyrir tímabilið, nýir leikmenn, margir leikmenn sem þurftu að leysa ný hlutverk og margar breytingar. Það var mikið talað um okkur og spennan í kringum allt var meiri og pressan ennþá meiri. Við gerum bara betur næst."


Hætti að ofhugsa hlutina og hrósaði sér
Magdalena talaði um kvíðann sem hún fann fyrir og að hún hefði fundið ánægjuna aftur fyrir síðasta tímabil. Hvað var hún að upplifa og hvað gerði hún til að finna ánægjuna aftur?

„Ég er kvíðin manneskja að eðlisfari og það kom fyrir alvöru í ljós á árunum 2017-18. Það fólst í því að ég var alltaf að hugsa hvort ég væri að gera rett, væri að gera nógu vel, væri góð fyrirmynd og hvort ég hugsaði vel um mig og aðra í kringum mig. Ég fór líka að hugsa um hvað verður þegar ég næ einhverju markmiði eða hvað gerist ef ég klúðra einhverju."

„Þessar og aðrar hugsanir verða það sterkar að ég ofhugsaði allt í kringum mig og vanlíðan verður mikil. Ég sýndi samt aldrei að það væri eitthvað að, ég reyndi að díla við þetta og brosa í gegnum erfiðleikana. En innst inni leið mér illa og verr því meira sem ég hugsaði um þessa hluti."

„Ég fann það sjálf, og aðrir í kringum mig tóku eftir því, að það var eitthvað að. Í kjölfarið vildi ég fyrst ekki fá hjálp því ég er mjög þrjósk en svo kom þjálfarinn inn í myndina og hann hjálpaði mér mikið. Ég byrjaði svo að fara til sálfræðings og þetta skánaði allt til muna."

„Markmiðið fyrir 2020 var að hugsa ekki of mikið og gera hluti eins vel og ég gæti. Á sama tíma þurfti ég að muna að hrósa sjálfri mér fyrir það sem ég gerði, og geri, vel og vera ánægð með þá hluti."

„Þetta var þannig að því meira sem ég var opin fyrir því að tala um hlutina, vera hreinskilin við sjalfa mig og aðra því auðveldara varð að díla við erfiðleikana."


Vill hafa gaman af því sem hún gerir
Hvert er markmiðið fyrir komandi tímabil?

„Núna er markmiðið að koma mér úr meiðslunum sem ég er að glíma við og stefnan er að gera eins vel og ég get. Ég vil hjálpa liðinu að ná sínum markmiðum en fyrst og fremst hafa gaman af því sem ég er að gera."

Kom mjög á óvart þegar Steini valdi hana
Magdalena var árið 2018 valin í æfingahóp landsliðsins í fyrsta sinn og núna í febrúar var hún valin í annað sinn. Er mikill heiður að vera valin?

„Það er mjög mikill heiður að vera valin í þennan hóp, gaman að aðrir eru að taka eftir manni og maður sé að standa sig."

Nú er æfingunum lokið, hver var best á æfingunum?

„Ég get ekki svarað þessari spurningu, því miður, þar sem ég fór ekki á æfingarnar núna í febrúar. Ég sneri mig illa á ökkla degi áður en ég fékk tilkynningu um valið. Það var mjög fúlt að geta ekki mætt en ég stefni á að komast í þennan hóp aftur."

Heldur Magdalena í drauminn að spila A-landsleik?

„Það væri draumur að spila landsleik, frá því að ég var krakki vildi ég ná langt. Ég vildi komast í Meistaradeildina og spila landsleik. Það er alltaf von um að spila með landsliðinu því mér finnst það klárlega vera möguleiki."

Kom á óvart að vera valin í þessa hópa?

„Í fyrra skiptið var það ekki eins óvænt eins og í seinna skiptið. Ég var búin að standa mig vel sumarið 2017 og 2018 og vonaðist eftir því að ég yrði í þeim hópi og gæti sýnt hver ég væri og hvað ég gæti."

„Núna á þessu ári átti ég alls ekki von á þessu og það kom mjög á óvart. Ég var buin að loka smá á þessa drauma út af kvíðanum. Svo það var, og er, ótrúlega gaman og peppandi að Steini valdi mig í þennan hóp og vonandi fæ ég tækifærið aftur."


Einbeitir sér að því að hafa gaman af fótbolta
Draumar um atvinnumennsku, er Magdalena með slíka?

„Nei ekki eins og er, ég er ennþá að koma mér í gott ástand andlega og einbeitingin er fyrst og fremst á því að halda áfram að hafa gaman af fótbolta. Ofan á það vil ég ná upp góðum stöðugleika í minni spilamennsku hér á Íslandi."

Smellir fingrum til að losa sig við pirring
Að lokum, hvað þýðir það þegar Magdalena smellir saman á sér fingrum í leikjum?

„Ég geri það þegar ég verð pirruð og reið út í eitthvað, þetta hjálpar á þeim tímapunktum að losa pirring. Ég geri það frekar en að segja eitthvað sem ég meina ekki og getur sært einhvern. Þessi aðferð virkar fyrir mig þegar svoleiðis augnablik koma upp," sagði Magdalena.

Sjá einnig:
Hin Hliðin - Magdalena Anna Reimus
Athugasemdir
banner
banner