Hörður Ingi Gunnarsson hefur verið að spila afskaplega vel fyrir Skagamenn í upphafi sumars.
Hann var að vonum kátur eftir sigur gegn Íslandsmeisturum Vals í kvöld.
Hann var að vonum kátur eftir sigur gegn Íslandsmeisturum Vals í kvöld.
Lestu um leikinn: Valur 1 - 2 ÍA
„Þetta var gríðarlega sætt. Þetta er mjög erfiður útivöllur. Þeir lágu aðeins á okkur í seinni hálfleik og þá var þetta erfitt en geggjað að klára þetta," sagði Hörður.
Hann fékk á sig hendi og víti í leiknum. Var þetta réttur dómur?
„Jói segir að þetta hafi ekki verið hendi. Ég verð að sjá þetta betur í sjónvarpinu. Ég þekki ekki reglurnar nægilega vel. Þessar nýju reglur eru of flóknar fyrir mann."
Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir