Hinn ungi Valdimar Þór Ingimundarson spilaði í dag sinn fyrsta Pepsi-deildarleik þegar hann kom inn á í 4-1 sigri Fylkis gegn Þrótti í kvöld.
Ekki nóg með það, þá skoraði Valdimar Þór þriðja mark Fylkis innan við fimm mínútum eftir að hann kom inn á.
Ekki nóg með það, þá skoraði Valdimar Þór þriðja mark Fylkis innan við fimm mínútum eftir að hann kom inn á.
Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 - 4 Fylkir
„Þetta var frábært. Það var gaman að fá að koma inn á í þessum leik og spreyta mig í Pepsi," sagði Valdimar Þór við Fótbolta.net, en hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik í 5-0 tapi gegn Val
„Þetta er byrjað að detta aðeins meira með okkur núna heldur en var að gerast í byrjun sumars. Mér fannst við eiga fleiri góð færi í fyrri hálfleik og við hefðum alveg mátt skora 2-3 í fyrri."
Valdimar skoraði eftir laglega sendingu frá Andrési Má Jóhannessyni og viðurkennir að hlutirnir hafi gerst ansi hratt.
„Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég var að gera, ef ég á að vera alveg hreinskilinn með það, en ég var mjög glaður að sjá hann í netinu og fagna því," sagði Valdimar. Hann er þakklátur Hermanni Hreiðarssyni fyrir tækifærið sem hann og annar ungur leikmaður, Axel Ari Antonsson, fengu í leiknum.
„Hann er alltaf til í að gefa okkur séns og gefur okkur mikla trú á okkur, sem er frábært. Hann er frábær þjálfari."
Athugasemdir