Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
banner
   mán 11. júlí 2016 22:27
Alexander Freyr Tamimi
Valdimar: Hafði ekki hugmynd um hvað ég var að gera
Fylkismenn unnu sannfærandi í kvöld.
Fylkismenn unnu sannfærandi í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Hinn ungi Valdimar Þór Ingimundarson spilaði í dag sinn fyrsta Pepsi-deildarleik þegar hann kom inn á í 4-1 sigri Fylkis gegn Þrótti í kvöld.

Ekki nóg með það, þá skoraði Valdimar Þór þriðja mark Fylkis innan við fimm mínútum eftir að hann kom inn á.

Lestu um leikinn: Þróttur R. 1 -  4 Fylkir

„Þetta var frábært. Það var gaman að fá að koma inn á í þessum leik og spreyta mig í Pepsi," sagði Valdimar Þór við Fótbolta.net, en hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik í 5-0 tapi gegn Val

„Þetta er byrjað að detta aðeins meira með okkur núna heldur en var að gerast í byrjun sumars. Mér fannst við eiga fleiri góð færi í fyrri hálfleik og við hefðum alveg mátt skora 2-3 í fyrri."

Valdimar skoraði eftir laglega sendingu frá Andrési Má Jóhannessyni og viðurkennir að hlutirnir hafi gerst ansi hratt.

„Ég hafði ekki hugmynd um hvað ég var að gera, ef ég á að vera alveg hreinskilinn með það, en ég var mjög glaður að sjá hann í netinu og fagna því," sagði Valdimar. Hann er þakklátur Hermanni Hreiðarssyni fyrir tækifærið sem hann og annar ungur leikmaður, Axel Ari Antonsson, fengu í leiknum.

„Hann er alltaf til í að gefa okkur séns og gefur okkur mikla trú á okkur, sem er frábært. Hann er frábær þjálfari."
Athugasemdir
banner