Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
banner
   fim 11. júlí 2024 09:19
Elvar Geir Magnússon
Palhinha loksins orðinn leikmaður Bayern (Staðfest)
Palhinha í leik með portúgalska landsliðinu.
Palhinha í leik með portúgalska landsliðinu.
Mynd: EPA
Bayern München hefur loksins tryggt sér portúgalska miðjumanninn Joao Palhinha frá Fulham en hann hefur skrifað undir fjögurra ára samning, til júní 2028.

Þessi 28 ára leikmaður var á barmi þess að fara til Bayern fyrir ári síðan en það datt uppfyrir á síðustu stundu.

Palhinha er keyptur á 42,3 milljónir punda en upphæðin gæti hækkað um 4,2 milljónir eftir ákvæðum.

„Þetta er einn mesti gleðidagur lífs míns. Ég er kominn í eitt stærsta félag Evrópu og er gríðarlega stoltur af því," segir Palhinha sem kom til Fulham frá Sporting Lissabon árið 2022 fyrir um 17 milljónir punda.

Miðjumaðurinn lék 79 leiki yfir tvö tímabil með Fulham og skoraði átta mörk.

Palhinha fylgir Michael Olise sem fór til Bayern frá Crystal Palace og þá er enski varnarmaðurinn Eric Dier formlega genginn í raðir félagsins eftir að hafa verið í láni frá Tottenham á síðasta tímabili.

Bayern hafði orðið Þýskalandsmeistari ellefu ár í röð áður en Bayer Leverkusen batt enda á þá sigurgöngu á síðasta tímabili.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner