Newcastle vill kaupa Elanga - Memphis til Corinthians - Barca ætlar að fá Nico Williams - Casemiro og Eriksen mega fara - Kovacic íhugar framtíð sína...
   fim 11. júlí 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Suarez heitt í hamsi eftir leik - Reyndi hann að bíta Borja?
Luis Suarez reifst við Miguel Borja en gekk hann svo langt að bíta hann?
Luis Suarez reifst við Miguel Borja en gekk hann svo langt að bíta hann?
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Myndband af úrúgvæska framherjanum Luis Suarez eftir leik Kólumbíu og Úrúgvæ fer eins og eldur í sinu á samfélagsmiðlum í dag.

Jefferson Lerma skoraði eina markið í 1-0 sigri Kólumbíu í undanúrslitaleiknum í Copa America.

Mikill hiti var á milli leikmanna í leiknum og færðist sá hiti upp í stúku þar sem stuðningsmenn tókust á.

Suarez kom inn af bekknum seint í leiknum og skapaði sér nokkur færi, en hann lenti einnig upp á kant við leikmenn eftir leikinn.

Framherjinn gekk upp að Miguel Borja, leikmanni Kólumbíu, en netverjar velta því fyrir sér hvort hann hafi reynt að bíta hann áður en þeir rifust heiftarlega. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni.

Það væri ekki í fyrsta sinn sem Suarez bítur frá leikmann. Árið 2010 beit hann Otman Bakkal í leik Ajax og PSV í Hollandi. Framherjinn fékk sjö leikja bann frá hollenska fótboltasambandinu. Serbneski varnarmaðurinn Branislav Ivanovic var næsta fórnarlamb hans, en Suarez beit hann í leik Chelsea og Liverpool árið 2013. Fyrir það fékk hann tíu leikja bann.

Á HM 2014 beit hann síðan Giorgio Chiellini í öxlina í leik Ítalíu og Úrúgvæ. Þá fékk hann fjögurra mánaða bann frá fótbolta.

Eins og áður segir færðist þessi hiti upp í stúkuna þar sem kólumbísku stuðningsmennirnir ógnuðu fjölskyldum úrúgvæsku leikmannanna.

Darwin Nunez og fleiri leikmenn fóru upp í stúku og slógust við stuðningsmennina á meðan aðrir komu fjölskyldunum niður á völlinn í öruggari aðstæður.


Athugasemdir
banner
banner
banner