Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
banner
   þri 14. júlí 2015 15:30
Fótbolti.net
Stuðningsmenn umferða 1-11: Ástríðan mikil
Leiknisljónin
Leiknisljónin hafa kryddað Pepsi-deildina.
Leiknisljónin hafa kryddað Pepsi-deildina.
Mynd: Fótbolti.net
Aron Fuego var í leikmannahópi Leiknis í fyrra en leiðir nú stuðningsmannasveitina.
Aron Fuego var í leikmannahópi Leiknis í fyrra en leiðir nú stuðningsmannasveitina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðhyltingar hafa notið hverrar mínútu á sínu fyrsta ári í efstu deild en stuðningsmannahópur liðsins, Leiknisljónin, hefur sungið hverja einustu mínútu mótsins. Sama á hverju hefur gengið.

Leiknisljónin eru bestu stuðningsmenn umferða 1-11 að mati Fótbolta.net.

„Við höfum myndað sterkan kjarna sem er með eitt markmið, styðja Leikni. Við höfum haft skýr skilaboð hvernig við viljum hafa þetta og erum öll samtaka að hjálpa félaginu að halda sæti sínu í deildinni," segir Aron Fuego Daníelsson, forsprakki Leiknisljónanna.

Hver er áherslan í stuðningi Leiknisljónanna?

„Halda áfram að syngja sama hvað. Ekki vera með neitt neikvætt í garð leikmanna eða dómarans og hafa húmor."

Langt er síðan Leiknir náði að vinna leik síðast. Er Aron Fuego ekkert hræddur um að krafturinn í stuðningsmönnum muni minnka?

„Það er létt að syngja þegar þú ert að vinna. Þegar það gengur illa þá er það vaninn að stuðningmenn hætta mæta. En þar sem við erum að tala um Leikni þá megið þið búast við partýi í stúkunni næsta mánudag sama hvað. Ástríðan er bara það mikil."

Aron Fuego lék með meistaraflokki Leiknis frá 2008, var í lykilhutverki þegar liðið var næstum farið upp úr 1. deild 2010 og spilaði hann einn leik þegar liðið náði markmiði sínu í fyrra. Vegna meiðsla fór hann upp í stúku.

„Það er auðvitað smá leiðinlegt að ná ekki að spila í deild þeirra bestu með vinum sínum, var alltaf markmið mitt. Ég lifi mig inn í þetta með því að vera Leiknisljón, það er alveg frábært líka. Ég tók þessa breytingu í fyrra þegar ég fann að meiðslin mín ætluðu ekki að fara. Ég sá tækifærið á að leiða stúkuna og ég greip það," segir Aron Fuego.

Sjá einnig:
Úrvalslið umferða 1-11
Dómari umferða 1-11
Þjálfari umferða 1-11
Athugasemdir
banner
banner
banner