
„Það er allt opið, við þurfum að vinna þennan leik og ætlum að gera það. Ef það tekst ekki þá er bara ný staða."
Magnea Harðardóttir móðir Glódísar er algjörlega að drekka í sig alla stemninguna.
„Þetta var geggjað, góð stemning og Tólfan stóð sig frábærlega. Maður er alltaf stressaður og allt einhvernvegin í hrærigraut."
Þau muna lítið eftir leiknum gegn Belgum.
„Við munum ekkert endilega mikið eftir leiknum sjálfum, upplifunin öll er svo mikil. Knattspyrnulega séð þá á maður eftir að horfa á leikinn til að átta sig á því hvernig hann var í rauninni," sagði Viggó.
„Bæði, ég held ég sé meira stressuð fyrir hennar hönd heldur en liðsins," sagði Magnea.
„Auðvitað alltaf fyrir hennar hönd en líka liðsins, þetta er bara eðlilegur fiðringur held ég. Það er ástríðan sem gerir að manni er ekki sama og þess vegna verður maður stressaður,"