„Kannski, kannski ekki," sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV, þegar hann var spurður út í það hvort að hann hefði ekki alltaf tekið stig fyrirfram gegn FH.
ÍBV og FH áttust við í dag og svo fór að leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Sören Andreasen, nýr danskur leikmaður hjá ÍBV, tryggði liðinu stig þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.
ÍBV og FH áttust við í dag og svo fór að leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Sören Andreasen, nýr danskur leikmaður hjá ÍBV, tryggði liðinu stig þegar fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.
Lestu um leikinn: ÍBV 1 - 1 FH
„Þeir eru náttúrulega í helvíti þröngu prógrammi núna og þetta var gott tækifæri til þess að vinna þá. Við lögðum svo sem upp með það, en þegar upp er staðið þá verðum við að vera sáttir með stigið og ég held að við megum bara vera sáttir með það."
Bjarni var ósáttur með spilamennskuna hjá liði sínu í dag.
„Nei ég var ekki sátttur með hana. Við erum ennþá að gera svona slæm mistök, síðustu sendingar eru ekki nógu góðar og ég er ekki alveg nægilega ánægður með það. Við þurfum að koma okkur í betri færi."
Bjarni var svo spurður út í félagsskiptagluggann, sem hann segir vera galopinn.
„Hann er galopinn maður. Við verðum að kíkja á það allt saman."
Viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir