Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englendinga, hefur staðfest að hann hafi fengið kórónuveiruna í síðasta mánuði en sé nú búinn að jafna sig.
Fréttir af þessu bárust til enskra fjölmiðla um helgina og Southgate hefur nú staðfest þær.
Fréttir af þessu bárust til enskra fjölmiðla um helgina og Southgate hefur nú staðfest þær.
„Ég fékk veiruna. Ég var heppinn því ég fékk ekki alvarleg einkenni eins og margir í landinu," sagði Southgate.
„Þetta var samt ekki gaman eða eitthvað sem þú vilt lenda í. Allt er í góðu núna."
Southgate fékk veiruna eftir síðasta landsliðsverkefni en hann náði að jafna sig fyrir leikina í þessu hléi. England fær Ísland í heimsókn á Wembley á miðvikudag og Southgate verður á sínum stað þar.
Athugasemdir