Chelsea tilbúið að losa Mudryk - Zubimendi sér eftir því að hafa hafnað Liverpool
Arnar Gunnlaugs: Eiginlega bara fáránlegt ef ég á að segja alveg eins og er
Kári Sigfússon: Get hent í einhver tiktok og fengið Eyþór Wöhler með mér
Árni Guðna: Veit ekki hverju ég get lofað þeim núna
Haraldur Freyr: Refsuðum og vorum skilvirkir
Nær martröðin að breytast í draum? - „98% af liðinu hefur gert þetta áður"
Arnar: Okkur hefur gengið vel að viðhalda hungrinu
Daði: Ólýsanleg tilfinning
Rúnar: Ekki það skemmtilegasta í heimi að tapa 6-0
Óskar Hrafn: Eins og klippt út úr Klaufabárðunum
Jökull: Grimmir og uppskárum eitt mark
Höskuldur: Þetta hafa alltaf bara verið eins og bikarúrslitaleikir
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Dóri Árna: Rembingurinn við að búa til þennan úrslitaleik er rosalega mikill
Davíð Smári: Hellingur að byggja á en staðan er alvarleg
Rúnar Kristins: Ekki víti, 100%
„Kannski ástæðan fyrir því að við erum ekki í topp sex“
Rúnar Már: Náði loksins að æfa í tvær vikur án þess að vera á hækjum á milli
Heimir: Þarf ekki að vera að berja niður klefa
Óli Valur: Bullandi séns á Evrópu
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
banner
   mið 18. september 2024 22:45
Sverrir Örn Einarsson
Árni Guðna: Veit ekki hverju ég get lofað þeim núna
Lengjudeildin
Árni Freyr Guðnason
Árni Freyr Guðnason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það eru 90 mínútur eftir en við þurfum að vera betri en við vorum í dag. Ég hef alveg trú á því að við getum komið til baka og allavega gefið þeim góðan leik.“ Sagði Árni Freyr Guðnason þjálfari ÍR eftir súrt 4-1 tap á heimavelli gegn Keflavík í undanúrslitum umspils um sæti í Bestu deildinni að ári. Síðari leikurinn fer fram í Keflavík næstkomandi sunnudag en ljóst er að brekkan er brött fyrir Breiðhyltinga.

Lestu um leikinn: ÍR 1 -  4 Keflavík

Lið ÍR byrjaði leikinn af miklum krafti og lét gestunum úr Keflavík líða illa á vellinum fyrstu mínútur leiksins. Fljótt dró þó úr ákafa heimamanna og gestirnir færðu sig upp á skaftið eftir því sem heimamenn féllu neðar á völlinn.

„Við ætluðum ekkert að falla eitthvað neðarlega og ég er ekkert viss um að við höfum fallið eitthvað neðarlega. Við vorum bara langt frá mönnum og daprir varnarlega. Þegar við svo loksins fengum boltann eftir þessa fínu byrjun þá misstum við hann kjánalega, Þeir fara í 4-5-6 sóknir í fyrri hálfleik og skora þrjú mörk.“

Mistök eins og yfirleitt er þegar fótbolti er á annað borð kostuðu ÍR liðið mikið í kvöld og alveg hægt að tala um að einhver mörk Keflavíkur hefði verið auðvelt að koma í veg fyrir. Skaðinn er þó skeður og vonandi fyrir ÍR að það reynist ekki of dýrt þegar upp er staðið.

„Það er dýrt að gera mistök í svona einvígi. Það hefði verið mikill munur að vera í 3-2 eða 4-2 fyrir næsta leik en staðan er 4-1 og við þurfum að takast á við það.“

Árni og hans menn hafa þó ekki lagt árar í bát og vill Árni að Breiðhyltingar fjölmenni til Reykjanesbæjar á sunnudag og styðji liðið.

„Já endilega fá þau á völlinn. Ég sagði við einhverja eftir leikinn gegn Aftureldingu að ég lofaði að við yrðum ekki aftur svona daprir eins og þá. Ég veit ekki alveg hverju ég get lofað þeim núna. Við þurfum bara að stappa stálinu í okkar menn og ég veit að okkar stuðningsmenn koma og klára sumarið með okkur. Það er eitthvað ævintýri í uppsiglingu. “

Sagði Árni en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner