Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
Nýr kafli byrjað vel - „Hann er alltaf að skutla mér á æfingar"
Verið nálægt landsliðinu og núna valinn - „Draumur frá því maður var lítill"
Bestu mánuðir lífsins - „Búinn að hugsa oft út í það hversu mikið ég fór að gráta"
Gylfi Tryggva tekinn við Grindavík/Njarðvík (Staðfest)
Tryggvi skoraði með sprungu í ristinni: Næ ekki mikið að æfa
Túfa um Gylfa: Gerði allt sem hann gat til að vera klár
„Við náum aldrei að vinna þegar þeir misstíga sig"
Dóri Árna: Frederik Schram vinnur fyrir þá stig
Ásgeir Eyþórs eftir fallið: Þetta er grautfúlt
Ómar: Því miður stjórnum við ekki örlögum okkar sjálfir
Sauð á Rúnari eftir leik - „Ég var brjálaður yfir því“
Arnar Gunnlaugs: Knattspyrnuáhugamenn eru gáfuðustu stuðningsmenn í heimi
Óskar Örn: Ég er inn á vellinum því ég get eitthvað í fótbolta
Jökull: Þetta er eins og þetta er og verður eins og þetta verður
Benoný Breki ætlar að verða markahæstur og bæta markametið
Haddi óánægður með hugarfarið: Ekki það sem við viljum sýna okkar áhorfendum
Óskar Hrafn: Megum ekki leggjast á meltuna og vera rosalega ánægðir með okkur
Heimir Guðjóns: Oft misgáfaðir menn sem eru að tala
Arnór Smára: 99% líkur að ég segi þetta gott
Jón Þór: Berjumst þangað til dómarinn flautar af
   sun 15. september 2024 20:09
Stefán Marteinn Ólafsson
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK
Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

HK heimsóttu nágranna sína í neðri byggðum Kópavogs í dag á Kópavogsvelli þegar Breiðablik tóku á móti HK í lokaumferð Bestu deildarinnar fyrir skiptingu.

Eftir að hafa verið yfir í hálfleik mættu Blikar mun ákveðnari út í síðari hálfleiknn og unnu sannfærandi sigur gegn nágrönnum sínum.


Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  3 HK

„Mér fannst vendipunkturinn vera jöfnunarmarkið þeirra. Við vorum klaufar í aðdragandanum að því marki. Mikið af ákvörðunum sem voru teknar í aðdraganda af því marki sem að voru bara lélegar." Sagði Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK eftir leikinn í dag.

„Auðvitað líka innan við þrjátíu sekúndum frá því að við gætum komist í 3-2 að lenda þá 3-2 undir var líka erfitt. Sérstaklega svona stuttu eftir að við fengum á okkur 2-2 markið." 

Ómar Ingi fannst pirrandi að ná að skora þrjú mörk en ekki ná að láta þau skipta neinu teljandi máli. 

„Það er ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs. Það er mjög svekkjandi að gefa okkur ekki betri tækifæri á því að láta þessi mörk skipta einhverju máli. Það er pirrandi stuttu eftir leik. Þessi augnarblik í kringum 2-2 og 3-2 markið eru okkur bara alltof dýr." 

HK enda í 10.sæti deildarinnar og verða fyrir ofan rauðu línuna þegar úrslitakeppnin fer af stað.

„Ætli þú verðir ekki að spyrja Leiknismennina 22' af því [um hversu mikilvægt það væri að enda fyrir ofan rauðu línuna]. Þetta er fljótt að breytast. Við fáum t.d. útileik á móti Vestra í ljósi þess að við erum fyrir ofan rauðu línuna en ekki því sem er í 11.sæti. Það verður bara að koma í ljós hvort það sé betra eða ekki. Við eigum allavega stig á liðin fyrir neðan okkur og við verðum að halda því þannig."

Nánar er rætt við Ómar Inga Guðmundsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner