Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
   sun 15. september 2024 20:09
Stefán Marteinn Ólafsson
Ómar: Ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs
Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK
Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

HK heimsóttu nágranna sína í neðri byggðum Kópavogs í dag á Kópavogsvelli þegar Breiðablik tóku á móti HK í lokaumferð Bestu deildarinnar fyrir skiptingu.

Eftir að hafa verið yfir í hálfleik mættu Blikar mun ákveðnari út í síðari hálfleiknn og unnu sannfærandi sigur gegn nágrönnum sínum.


Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  3 HK

„Mér fannst vendipunkturinn vera jöfnunarmarkið þeirra. Við vorum klaufar í aðdragandanum að því marki. Mikið af ákvörðunum sem voru teknar í aðdraganda af því marki sem að voru bara lélegar." Sagði Ómar Ingi Guðmundsson þjálfari HK eftir leikinn í dag.

„Auðvitað líka innan við þrjátíu sekúndum frá því að við gætum komist í 3-2 að lenda þá 3-2 undir var líka erfitt. Sérstaklega svona stuttu eftir að við fengum á okkur 2-2 markið." 

Ómar Ingi fannst pirrandi að ná að skora þrjú mörk en ekki ná að láta þau skipta neinu teljandi máli. 

„Það er ógeðslega pirrandi að skora þrjú mörk og það dugi ekki einusinni til stigs. Það er mjög svekkjandi að gefa okkur ekki betri tækifæri á því að láta þessi mörk skipta einhverju máli. Það er pirrandi stuttu eftir leik. Þessi augnarblik í kringum 2-2 og 3-2 markið eru okkur bara alltof dýr." 

HK enda í 10.sæti deildarinnar og verða fyrir ofan rauðu línuna þegar úrslitakeppnin fer af stað.

„Ætli þú verðir ekki að spyrja Leiknismennina 22' af því [um hversu mikilvægt það væri að enda fyrir ofan rauðu línuna]. Þetta er fljótt að breytast. Við fáum t.d. útileik á móti Vestra í ljósi þess að við erum fyrir ofan rauðu línuna en ekki því sem er í 11.sæti. Það verður bara að koma í ljós hvort það sé betra eða ekki. Við eigum allavega stig á liðin fyrir neðan okkur og við verðum að halda því þannig."

Nánar er rætt við Ómar Inga Guðmundsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 15 4 3 56 - 23 +33 49
2.    Breiðablik 22 15 4 3 53 - 28 +25 49
3.    Valur 22 11 5 6 53 - 33 +20 38
4.    ÍA 22 10 4 8 41 - 31 +10 34
5.    Stjarnan 22 10 4 8 40 - 35 +5 34
6.    FH 22 9 6 7 39 - 38 +1 33
7.    Fram 22 7 6 9 31 - 32 -1 27
8.    KA 22 7 6 9 32 - 38 -6 27
9.    KR 22 5 6 11 35 - 46 -11 21
10.    HK 22 6 2 14 26 - 56 -30 20
11.    Vestri 22 4 6 12 22 - 43 -21 18
12.    Fylkir 22 4 5 13 26 - 51 -25 17
Athugasemdir
banner
banner
banner