Framtíð Ten Hag ákveðin í dag - Zubimendi til City - Liverpool horfir til Frankfurt - Sane aftur til Englands
Nýr kafli byrjað vel - „Hann er alltaf að skutla mér á æfingar"
Verið nálægt landsliðinu og núna valinn - „Draumur frá því maður var lítill"
Bestu mánuðir lífsins - „Búinn að hugsa oft út í það hversu mikið ég fór að gráta"
Gylfi Tryggva tekinn við Grindavík/Njarðvík (Staðfest)
Tryggvi skoraði með sprungu í ristinni: Næ ekki mikið að æfa
Túfa um Gylfa: Gerði allt sem hann gat til að vera klár
„Við náum aldrei að vinna þegar þeir misstíga sig"
Dóri Árna: Frederik Schram vinnur fyrir þá stig
Ásgeir Eyþórs eftir fallið: Þetta er grautfúlt
Ómar: Því miður stjórnum við ekki örlögum okkar sjálfir
Sauð á Rúnari eftir leik - „Ég var brjálaður yfir því“
Arnar Gunnlaugs: Knattspyrnuáhugamenn eru gáfuðustu stuðningsmenn í heimi
Óskar Örn: Ég er inn á vellinum því ég get eitthvað í fótbolta
Jökull: Þetta er eins og þetta er og verður eins og þetta verður
Benoný Breki ætlar að verða markahæstur og bæta markametið
Haddi óánægður með hugarfarið: Ekki það sem við viljum sýna okkar áhorfendum
Óskar Hrafn: Megum ekki leggjast á meltuna og vera rosalega ánægðir með okkur
Heimir Guðjóns: Oft misgáfaðir menn sem eru að tala
Arnór Smára: 99% líkur að ég segi þetta gott
Jón Þór: Berjumst þangað til dómarinn flautar af
   sun 15. september 2024 17:20
Haraldur Örn Haraldsson
Deano: Við erum mjög stolt af þessu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur, að hafa unnið þennan leik í dag. Við erum að fara í erfiðan kafla núna, næstu 5 leiki. Þannig að ná í 3 stig í dag er rosalega mikilvægt." Sagði Dean Martin aðstoðarþjálfari ÍA eftir að liðið hans vann 1-0 sigur á KA í dag. Þessi úrslit skilar Skagamönnum upp í 4. sætið fyrir skiptingu, sem er besti árangur ÍA í 12 leikja deild í 22 leikjum.


Lestu um leikinn: ÍA 1 -  0 KA

„Við erum mjög stolt af þessu. Þetta er það sem við erum búin að undirbúa okkur fyrir í allan vetur að vera þar sem við erum stödd núna og við verðum bara að halda áfram."

Rúnar Már Sigurjónsson var hetja Skagamanna í dag, þar sem hann skoraði eina mark leiksins. Hann er búinn að vera mest megnis frá allt tímabilið vegna meiðsla en kom sterkur inn í dag.

„Það er frábært að fá svona karakter inn, hann á skilið þetta mark í dag. Hann er búinn að æfa eins og svín og koma sér í þetta stand sem hann er í núna í dag. Hann spilaði mjög vel fyrir okkur í dag."

Arnór Smárason hefur einnig verið frá vegna meiðsla. Hann kom inn á í uppbótartíma í dag.

„Staðan á honum er þannig að hann tekur þetta smátt og smátt, eitt skref í einu. Við erum að reyna að koma honum aftur í gang bara eins og allir sem eru búnir að vera meiddir. Smátt og smátt þá gefum við þeim nokkrar mínútur og þeir æfa aðeins meira."

Þrátt fyrir að vera nýliðar í deildinni er ÍA í harðri Evrópu baráttu. Dean er þó rólegur og vill ekki fara fram úr sér.

„Það er bara einn leik í einu. Það eru rosalega erfið lið sem við munum spila á móti, við verðum að vera skipulagðir og undirbúnir. Núna er nægur tími á milli leikja þannig við verðum bara að undirbúa okkur vel." 


Athugasemdir
banner