
„Bæði og, svona heilt yfir þegar litið er yfir leikinn er jafntefli sanngjarnt en auðvitað vildum við vinna leikinn," sagði Ólafur Brynjólfsson, þjálfari Vals er hann var spurður hvort hann væri sáttur við 1-1 jafntefli við Breiðablik í toppslag Pepsi-deildar kvenna í kvöld.
Fanndís Friðriksdóttir kom Breiðablik yfir í fyrri hálfleik áður en Margrét Lára Viðarsdóttir jafnaði leikinn með skoti af löngu færi. Ólafur segist ánægður með stígandann í liðinu.
Fanndís Friðriksdóttir kom Breiðablik yfir í fyrri hálfleik áður en Margrét Lára Viðarsdóttir jafnaði leikinn með skoti af löngu færi. Ólafur segist ánægður með stígandann í liðinu.
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 1 Valur
„Klárlega, ég er ánæðgur með liðið, við erum að ná saman. Þetta er glænýtt lið sem við erum að búa til. Við erum með ákveðna leik aðferð sem gengur ágætlega. Þetta er allt að koma. Þetta er byrjunin á miklu betra."
Aðeins voru fimm leikmenn á bekknum hjá Val í kvöld og útskýrði Ólafur, hvers vegna það var.
„Það er ein stelpa út í Bandaríkjunum, Thelma er meidd. Heiða er hætt og Hildur er að hugsa sín mál. Ég veit ekki afhverju sjálfur, þegar maður fær leið á fótbolta og annað, þá er ágætt að draga sig í hlé;" sagði Ólafur.
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir