
„Þetta var hörkuleikur. Það er stutt á milli í þessu og við vorum mjög nálægt því," sagði miðvörðurinn Ingibjörg Sigurðardóttir eftir jafntefli gegn Frakklandi í gærkvöld.
Lestu um leikinn: Ísland 1 - 1 Frakkland
Ingibjörg kom frekar óvænt inn í byrjunarliðið. Hún átti að lokum góðan leik.
„Já, þetta kom mér á óvart. Guðrún er búin að standa sig mjög vel. Þetta kom skemmtilega á óvart. Heilt yfir fannst mér frammistaða mín fín. Ég átti að koma inn með kaldan haus og spila minn leik. Ég gaf allt mitt og er nokkuð sátt."
Ingibjörg spilaði alla leikina á EM 2017 en var í minna hlutverki innan vallar núna.
„Auðvitað var það erfitt, það er erfitt að vera á bekknum og geta ekki lagt allt inn á vellinum. En ég hef lært ótrúlega mikið af þessu... Guðrún hefur staðið sig ótrúlega vel og ég er ekkert smá stolt af henni. Það er geggjað að vera í þessu umhverfi," sagði Ingibjörg.
Hægt er að sjá allt viðtalið hér að ofan.
Athugasemdir