Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   mán 19. ágúst 2024 15:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Willum um færslu Tom Brady: Ég hef bara gaman af þessu
Æfði ekkert fyrir leikinn.
Æfði ekkert fyrir leikinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrsta markið í deildinni komið.
Fyrsta markið í deildinni komið.
Mynd: Birmingham City
Var keyptur til Birmingham frá Go Ahead Eagles í sumar.
Var keyptur til Birmingham frá Go Ahead Eagles í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tom Brady.
Tom Brady.
Mynd: Getty Images
„Þetta er mjög góð tilfinning," segir Willum Þór Willumsson, leikmaður Birmingham, við Fótbolta.net í dag.

Hann skoraði sitt fyrsta mark fyrir Birmingham þegar liðið lagði Wycombe Wanderers 2-3 í 2. umferð ensku League One á laugardag. Willum kom inn á í stöðunni 1-1 og skoraði þriðja mark Birmingham tæpum 20 mínútum síðar.

„Ég tek boltann vel niður og gef fína stungu sendingu. Svo kemur skot og ég er fyrir utan teig þar sem boltinn kemur og ég tek hann bara á 'volleyinu' (á lofti) og hitti hann mjög vel."

Leikurinn fór fram á heimavelli Wycombe en stuðningsmenn Birmingham voru fyrir aftan markið sem Willum skoraði í.

„Nei, það var ekkert planað að fara upp að áhorfendum og fagna með þeim en gaman að skora þeim megin."

Í fyrstu umferð deildarinnar fór Willum af velli vegna hnémeiðsla. Þau meiðsli reyndust ekki alvarleg.

„Hnéð er gott núna. Ég spilaði á annarri löppinni í fyrsta leik, gat síðan ekkert æft og var 50/50 með þennan leik. Ég ákvað að fara með og vera í hóp, þannig ég vissi alveg að ég yrði á bekknum þar sem ég var tæpur og ekki búinn að æfa neitt með liðinu."

Willum fór af velli í uppbótartíma gegn Wycombe, það var þó ekki vegna hnémeiðslanna.

„Ég lenti í samstuði undir lok leiksins, þeir voru hræddir um að ég hefði fengið heilahristing, en ég er bara góður í dag. Ég vildi halda áfram að spila, en þeir vildu ekki taka áhættu." Alfons Sampstd, besti vinur Willums, kom inn á fyrir hann undir lokin.

Tom Brady, sem er goðsögn í amerískum fótbolta, er einn af eigendum Birmingham, merkti Willum við færslu í sögu sinni (story) á Instagram. Færslan, sem var mynd af Willum, var upprunalega frá Birmingham en Brady vakti athygli á henni og merkti svo við Willum.

Willum var spurður út í færslu Brady, fékk hann einhver viðbrögð við færslunni?

„Já, ég fékk viðbrögð frá vinum og fyrrum liðsfélögum. Ég hef bara gaman af þessu," segir Willum.

Birmingham er með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina í C-deildinni. Markmið vetrarins er að komast aftur upp í Championship.

Athugasemdir
banner
banner
banner