Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   þri 20. ágúst 2024 12:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: 433.is 
Börkur segir ekki rétt að Gylfi sé ósáttur hjá Val
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er hávær kjaftasaga sem maður veit ekki hvort að sé sönn eða ekki, maður er að heyra úr ansi mörgum áttum að Gylfi hreinlega sjái eftir því að hafa farið í Val. Sagan segir að hann hafi viljað rifta samningi sínum við Val," sagði Elvar Geir Magnússon í Innkastinu í gær.

Börkur Edvardsson, formaður fótboltadeildar Vals, sagði í samtali við 433.is í dag að það sé ekki rétt að Gylfi Þór Sigurðsson hafi viljað fara frá Val eða að hann hafi reynt að fá samningi sínum rift. Börkur segir einnig að Gylfi sé ekki ósáttur hjá félaginu.

Lestu um leikinn: FH 2 -  2 Valur

Börkur segir að Gylfi, eins og allir í kringum Val, sé ósáttur við gengi liðsins. Valur er átta stigum á eftir toppliðunum þegar þrjár umferðir eru eftir fram að tvískiptingu. Valur hefur einungis unnið þrjá af síðustu tólf leikjum sínum og datt á þeim kafla bæði út úr forkeppni Sambandsdeildarinnar og Mjólkurbikarnum.

„Líkamstjáning hans á vellinum (gegn FH) var rosalega neikvæð," sagði Valur Gunnarsson í Innkastinu.

Gylfi, sem er markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins, samdi við Val í mars og gerði þá tveggja ára samning við félagið.
Innkastið - Blikar gripu loks gæsina og vond ára yfir Val
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner