Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   þri 20. ágúst 2024 17:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hélt námskeið á Íslandi og er nú á leið aftur í ensku úrvalsdeildina
Begovic hélt markmannsnámskeið hjá Fram í sumar.
Begovic hélt markmannsnámskeið hjá Fram í sumar.
Mynd: Toggipop
Asmir Begovic er á leið aftur í ensku úrvalsdeildina en hann er að ganga frá samningi við Everton.

Fabrizio Romano segir frá því að Begovic muni skrifa undir samning við Everton út yfirstandandi tímabil.

Begovic, sem er 37 ára, þekkir vel til hjá Everton eftir að hafa verið á mála hjá félaginu frá 2021 til 2023. Á þeim tíma spilaði hann tíu leiki fyrir félagið.

Hjá Everton verður Begovic líklega þriðji markvörður á eftir Jordan Pickford og Joao Virgínia.

Hélt námskeið á Íslandi í sumar
Markvarðarakademía Begovic var með námskeið hér á Íslandi í júní. Niðurstaðan var mjög jákvæð, akademían gekk vel og er planið að námskeiðið verði aftur haldið á Íslandi á næsta ári.

Begovic hefur spilað víða um Evrópu, til að mynda með Stoke City, Bournemouth, Chelsea, Everton og AC Milan og varð hann meðal annars Englandsmeistari með Chelsea 2017.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner