Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   þri 20. ágúst 2024 11:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kolbeinn verður leikmaður Utrecht
Kolbein spilaði landsleik í Hollandi í júní. Hann á alls að baki tólf landsleiki.
Kolbein spilaði landsleik í Hollandi í júní. Hann á alls að baki tólf landsleiki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dönsku miðlarnir Bold og Tipsbladet fjalla um það í dag að danska félagið Lyngby sé búið að samþykkja tilboð í íslenska landsliðsmanninn Kolbein Birgi Finnsson.

Hollenska úrvalsdeildarfélagið Utrecht og Holstein Kiel í þýsku Bundesliga buðu í Kolbein. Bæði tilboð hljóðuðu upp á 500 þúsund evrur og niðurstaðan sú að Kolbeinn valdi Utrecht. Hann yfirgefur Lyngby í dag.

Kolbeinn kom til Lyngby í janúar í fyrra frá Dortmund á frjálsri sölu og er samningsbundinn fram á næsta sumar. Hann lék 53 leiki með liðinu, skoraði þrjú mörk og lagði upp sjö. Hann spilaði langoftast sem vinstri vængbakvörður.

Tipsbladet segir að Kolbeinn skrifi undir þriggja ára samning í Hollandi.

Kolbeinn þekkir vel til í Hollandi því hann var á mála hjá Groningen á árunum 2016-2018. Hann er uppalinn hjá Fylki og hefur einnig leikið með varaliði Brentford á sínum ferli.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner