Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
banner
   þri 20. ágúst 2024 18:46
Elvar Geir Magnússon
Kröfu KR vísað frá og liðið fær ekki dæmdan 3-0 sigur
Frá Kórnum í Kópavogi.
Frá Kórnum í Kópavogi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Úr leik KR og HK fyrr á tímabilinu.
Úr leik KR og HK fyrr á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur hafnað kröfu KR um að liðinu verði dæmdur 3-0 sigur í leik liðsins við HK í Bestu deildinni.

Leikurinn gat ekki farið fram í Kórnum þann 8. ágúst þar sem annað markið var brotið. Dómarinn ákvað að fresta leiknum, hann var svo settur á að nýju og mun verða spilaður á fimmtudaginn, 22. ágúst.

KR kærði ákvörðun KSÍ og vildi fá dæmdan 3-0 sigur, eitthvað sem hefur hlotið misjöfn viðbrögð.

Í úrskurði aga- og úrskurðarnefndar segir að krafa KR hafi ekki viðhlítandi stoð í lögum- eða reglugerðum KSÍ.

Samkvæmt grein 15.6 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót segir að ef leikur getur ekki farið fram vegna veðurs, ástands vallar eða annarra óviðráðanlegra orsaka skuli „hann fara fram næsta dag sem fær þykir og við verður komið“ hafi hann ekki verið flautaður á.

Í greinargerð frá HK vegna kæru KR kemur meðal annars fram að hvergi er að finna skýra stoð í lögum KSÍ né reglugerðum KSÍ heimild fyrir aga- og úrskurðarnefndina að dæma KR 3-0 sigur, eins og KR krefst.

Aga- og úrskurðarnefndin tekur undir með KR að framkvæmd HK hafi á leiknum hafi verið verulega ábótavant. HK hafi í aðdragandanum ekki gætt þess að mörkin uppfylltu reglur. Breyti þar engu um ábyrgð HK þó vallarstjórn Kórsins heyri undir Kópavogsbæ.

Aga- og úrskurðarnefndin er í aðskildu máli með til umfjöllunar skýrslu eftirlitsmanns og skýrslu dómara vegna framkvæmdar á fyrrgreindum leik og gæti sektað HK.

„Það er mat nefndarinnar að þau viðurlög, sem kærandi gerir kröfu um vegna brota kærða HK við framkvæmd fyrirhugaðs leiks HK og KR í Bestu deild karla, hafi ekki viðhlítandi stoð í lögum- eða reglugerðum KSÍ. Verður aðalkröfu kæranda, um KR verði dæmdur 0-3 sigur í leik liðsins við kærða HK, því hafnað," segir í niðurstöðunni.

Hér má sjá úrskurðinn í heild sinni

KR hefur þriggja daga frest til að áfrýja til áfrýjunardómstóls KSÍ, kjósi félagið að gera það. HK er í neðsta sæti Bestu deildarinnar á meðan KR er tveimur stigum fyrir ofan fallsætin og leikurinn því gríðarlega mikilvægur.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 21 14 4 3 48 - 25 +23 46
2.    Víkingur R. 20 13 4 3 47 - 23 +24 43
3.    Valur 21 10 5 6 49 - 32 +17 35
4.    FH 21 9 5 7 36 - 35 +1 32
5.    ÍA 21 9 4 8 40 - 31 +9 31
6.    Stjarnan 21 9 4 8 39 - 35 +4 31
7.    KA 21 7 6 8 32 - 37 -5 27
8.    Fram 21 7 5 9 28 - 29 -1 26
9.    KR 20 5 6 9 34 - 39 -5 21
10.    HK 21 6 2 13 23 - 51 -28 20
11.    Vestri 21 4 6 11 22 - 42 -20 18
12.    Fylkir 21 4 5 12 26 - 45 -19 17
Athugasemdir
banner
banner
banner