Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   þri 20. ágúst 2024 14:47
Innkastið
Samvinna sem minnir á Hasselbaink og Eið Smára
Viktor Jónsson og Hinrik Harðarson.
Viktor Jónsson og Hinrik Harðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jimmy Floyd og Eiður Smári.
Jimmy Floyd og Eiður Smári.
Mynd: Getty Images
Lið ÍA hefur verið mjög öflugt á tímabilinu og er í baráttu um Evrópusæti. Liðið vann flottan 2-1 sigur gegn meisturum Víkings í Fossvoginum í gær.

Hinrik Harðarson var með stoðsendingarnar í báðum mörkum ÍA og sú seinni, á Viktor Jónsson, vakti hrifningu Vals Gunnarssonar í Innkastinu.

„Hvernig hann kemur með boltann, þetta er svo þroskað og yfirvegað hjá strák sem er um tvítugt. Hann bíður þangað til á hárréttu augnabliki og kemur með fullkomna sendingu á Viktor sem þarf bara að koma boltanum inn," segir Valur.

Hinrik hefur skorað fjögur mörk í Bestu deildinni í sumar en Viktor er markahæstur með fimmtán mörk. Valur segir þá minna sig á gamlan sóknardúett sem náði gríðarlega vel saman með Chelsea í upphafi aldarinnar.

„Viktor og Hinrik saman frammi hjá Skaganum eru farnir að minna mig á Jimmy Floyd Hasselbaink og Eið Smára Guðjohnsen í gamla daga. Kemestrían er svo góð og samvinnan," segir Valur.


Innkastið - Blikar gripu loks gæsina og vond ára yfir Val
Athugasemdir
banner
banner
banner