Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   þri 20. ágúst 2024 15:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir Cucurella að halda kjafti
Haaland vann baráttuna við Cucurella og skoraði.
Haaland vann baráttuna við Cucurella og skoraði.
Mynd: Getty Images
Emmanuel Petit, fyrrum leikmaður Chelsea, hefur sagt Marc Cucurella að halda kjafti utan vallar. Hann eigi frekar að einbeita sér að því að tala innan vallar og spila betur.

Eftir Evrópumótið í sumar steig Cucurella á svið og söng lag um sjálfan sig. Erling Haaland, sóknarmaður Manchester City, kom fyrir í því lagi.

„Haaland skelfur, því Cucurella er að koma,“ er ein lína lagsins, en þeir tveir mættust á Stamford Bridge um liðna helgi þar sem Haaland hafði betur. Hann skoraði fyrra markið í 2-0 sigri sem kom Englandsmeisturunum í gang á nýju tímabili en Cucurella tapaði baráttunni gegn honum í markinu.

Petit tjáði sig um Cucurella í hlaðvarpi í dag og segir hann að markið hafi verið ákveðið karma.

„Að Erling Haaland skori gegn Cucurella er líklega karma," sagði Petit.

„Þegar öllu er á botninn hvolft mun fólk segja að Cucurella hafi fengið það sem hann átti skilið... Haltu kjafti og reyndu að vinna leikinn og titla en um það snýst þetta. Vertu auðmjúkur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner