Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
banner
   þri 20. ágúst 2024 15:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir eina breytingu hafa gert AGF að besta liði deildarinnar
Mikael Anderson.
Mikael Anderson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
David Nielsen, sem stýrði Lyngby í Danmörku á síðasta tímabili, segir að besta lið dönsku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir sé AGF frá Árósum.

Nielsen, sem stýrði AGF frá 2017 til 2022, segir að aðalástæðan fyrir því sé breyting sem var gerð á leikskipulaginu.

Breytingin felur það í sér að íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson var færður af kantinum og inn á miðsvæðið.

„Þú veist ekki hversu langt þetta getur farið og það eru bara fimm umferðir búnar. AGF-liðið hefur áður verið of þungt sóknarlega og ekki náð að skapa sér færi, en með einni, og aðeins einni breytingu, er AGF farið úr því að vera sársaukafullt að horfa á og í það að vera hrífandi," sagði Nielsen í danska sjónvarpinu.

„Breytingin felst í því að taka Mikael Anderson og færa hann frá vinstri kantinum yfir á miðjuna hægra megin."

Mikael hefur farið frábærlega af stað á nýju tímabili í Danmörku en hann hefur skorað eitt mark og lagt upp þrjú í fyrstu fimm deildarleikjunum.
Athugasemdir
banner