Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   mið 21. ágúst 2024 16:10
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar um Gylfa: Hefði líka alveg viljað fá Vinicius Junior
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, segir félagið ekki hafa gert tilraun til að fá Gylfa Þór Sigurðsson áður en félagaskiptaglugganum var skellt í lás í síðustu viku.

Það hefur verið kjaftasaga um það að Gylfi sé ósáttur hjá Val og hafi viljað rifta samningi sínum við félagið. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, þvertók hins vegar fyrir það í viðtali við 433.is.

Víkingur hafði áhuga á Gylfa fyrir tímabilið en hann valdi þá að fara á Hlíðarenda. Arnar var spurður að því í dag hvort Víkingar hefðu gert tilraun til að fá Gylfa áður en glugginn lokaði í síðustu viku.

„Nei, ekki neitt. Við höfðum aldrei samband við Val varðandi Gylfa," sagði Arnar.

„Þetta eru góðar sögusagnir. Hefðum við viljað fá hann? Alveg klárlega, engin spurning. En ég hefði líka alveg viljað fá Vinicius Junior. Það gekk ekki heldur eftir. Þetta eru skemmtilegar sögur en það er ekkert til í þeim."

Gylfi, sem er markahæsti leikmaður í sögu íslenska landsliðsins, samdi við Val í mars og gerði þá tveggja ára samning við félagið.
Arnar Gunnlaugs: Það blindar aðeins fótboltaáhugamanninn
Athugasemdir
banner
banner
banner