Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   mið 21. ágúst 2024 11:47
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir 
KR áfrýjaði og dómstóll fer yfir málið fyrir dagslok
Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR.
Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá Laugardalsvelli.
Frá Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR heldur áfram að reyna að fá dæmdan 3-0 sigur gegn HK en leik liðanna var frestað fyrr í mánuðnum þar sem ekki var leikhæft vegna þess að annað markið í Kórnum var brotið.

Leikurinn er gríðarlega mikilvægur enda bæði lið í fallbaráttunni að berjast fyrir því að halda sæti sínu í Bestu deildinni.

KR sendi stjórn KSÍ athugasemdir áður en tekin var sú ákvörðun að leikurinn yrði spilaður þann 22. ágúst, sem er á morgun. Það er því ekki mikill tími til stefnu.

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hafnaði í gær kröfu KR þess efnis að liðinu yrði dæmdur sigur í leiknum og KR hefur í kjölfarið áfrýjað til áfrýjunardómstólsins.

Haukur Hinriksson, yfirlögfræðingur KSÍ, segir við Vísi að málið sé í ferli og að stefnt sé að því að klára það fyrir dagslok.

„Það barst áfrýjun frá knattspyrnudeild KR í morgun, um níuleytið. Sú áfrýjun var strax sett í ferli. Varnaraðilum í málinu, stjórn KSÍ og HK, gefinn frestur til að andmælum eða taka til varnar í málinu til klukkan þrjú í dag,“ segir Haukur.

„Svo mun dómstóllinn koma saman seinni partinn í dag og taka málið fyrir. Svo hugsanlega ná að klára málið í kvöld eða fyrramálið.“

Í úrskurði aga- og úrskurðarnefndar KSÍ segir að krafa KR hafi ekki viðhlítandi stoð í lögum- eða reglugerðum KSÍ.

Samkvæmt grein 15.6 í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót segir að ef leikur getur ekki farið fram vegna veðurs, ástands vallar eða annarra óviðráðanlegra orsaka skuli „hann fara fram næsta dag sem fær þykir og við verður komið“ hafi hann ekki verið flautaður á.

Að öllu óbreyttu verður leikur HK og KR annað kvöld klukkan 20 í Kórnum.
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 21 14 4 3 48 - 25 +23 46
2.    Víkingur R. 20 13 4 3 47 - 23 +24 43
3.    Valur 21 10 5 6 49 - 32 +17 35
4.    FH 21 9 5 7 36 - 35 +1 32
5.    ÍA 21 9 4 8 40 - 31 +9 31
6.    Stjarnan 21 9 4 8 39 - 35 +4 31
7.    KA 21 7 6 8 32 - 37 -5 27
8.    Fram 21 7 5 9 28 - 29 -1 26
9.    KR 20 5 6 9 34 - 39 -5 21
10.    HK 21 6 2 13 23 - 51 -28 20
11.    Vestri 21 4 6 11 22 - 42 -20 18
12.    Fylkir 21 4 5 12 26 - 45 -19 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner