Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   mið 21. ágúst 2024 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Man City hefur áhuga á framherja Celtic
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Manchester City íhugar nú hvort að félagið eigi að reyna fá Kyogo Furuhashi frá Celtic. Kyogo hefur verið hjá Celtic frá árinu 2021 og er samningsbundinn til 2027.

City vill auka breiddina fram á við eftir að Julian Alvarez var seldur til Atletico Madrid.

Kyogo skoraði gegn City í æfingaleik í sumar og sjá menn á Etihad fyrir sér að hann geti aukið breiddina í liðinu.

Hann er 29 ára og sóknarmaður sem hefur skorað 53 mörk í 96 deildarleikjum með Celtic. Kyogo lék undir stjórn Ange Postecoglu, nú stjóra Tottenham, bæði hjá Yokohama F Marinos í Japan og svo hjá Celtic.

Hann býr yfir miklum hraða og er mjög vinnusamur leikmaður. Ef hann færi til City yrði hann líklegast varaskeifa fyrir Erling Haaland.

City er einnig orðað við Eberechi Eze hjá Crystal Palace og þá stefnir allt í að Ilkay Gundogan sé að snúa aftur frá Barcelona. Loks er félagið sterklega orðað við hinn unga Christian McFarlane. Sá er 17 ára bakvörður sem spilar með New York City.
Athugasemdir
banner
banner
banner