Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 21. september 2019 14:03
Ívan Guðjón Baldursson
Pochettino: Getum ekki kvartað
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino var svekktur eftir 2-1 tap gegn Leicester í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Tottenham var 0-1 yfir þegar Serge Aurier virtist tvöfalda forystuna en markið dæmt af vegna ótrúlega tæprar rangstöðu. Pochettino neitaði að kvarta undan dómnum að leikslokum.

„Við vorum betri í dag og áttum skilið að sigra, en þetta er ekki flókið. Við getum ekki haldið áfram að fá tvö mörk á okkur í hverjum leik. Við þurfum að bæta okkur varnarlega og á útivelli, árangur okkar að heiman er skelfilegur," sagði Pochettino að leikslokum.

„VAR hefur áhrif á alla og þetta var mjög svekkjandi fyrir strákana. Stundum hjálpar VAR þér og stundum ekki, svona er fótboltinn. Við getum ekki kvartað, við verðum að samþykkja þetta og halda áfram með lífið.

„Við vorum betri í dag en mér líst mjög vel á lærisveina Brendan Rodgers og óska þeim alls hins besta."


Tottenham er með átta stig eftir sex fyrstu umferðir tímabilsins. Leicester er með ellefu stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner