Greenwood eftirsóttur - Isak til PSG? - Chelsea vill gera skiptidíl við Inter
   lau 21. september 2024 20:42
Ívan Guðjón Baldursson
Ten Hag: Borðuðum þá lifandi í fyrri hálfleik
Mynd: EPA
Erik Ten Hag svaraði spurningum eftir markalaust jafntefli Manchester United á útivelli gegn Crystal Palace í dag.

Ten Hag var ósáttur með færanýtingu sinna manna en ánægður með frammistöðuna, þá sérstaklega í fyrri hálfleik.

„Við áttum að vinna þennan leik. Við borðuðum þá lifandi í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn var jafnari. Við áttum að skora eitt eða tvö mark fyrir leikhlé en tókst ekki að gera það," sagði Ten Hag.

„Við vorum með algjöra stjórn á leiknum í fyrri hálfleik og spiluðum virkilega góðan bolta. Eina vandamálið var að við sköpuðum ekki nóg af færum og nýttum svo ekki færin sem við sköpuðum."

Dean Henderson átti mjög góðan leik á milli stanga Crystal Palace, en André Onana þurfti einnig að taka á honum stóra sínum í síðari hálfleik og varði vel.

„André Onana varði frábærlega í tvígang í einni sókn og bjargaði okkur þar, en Dean Henderson átti líka frábæran leik. Hversu marga bolta stoppaði hann? Hann var í stuði. André þurfti að bíða rólegur og halda einbeitingunni þegar stundin rann upp, og hann gerði það."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner