Greenwood eftirsóttur - Isak til PSG? - Chelsea vill gera skiptidíl við Inter
banner
   lau 21. september 2024 21:16
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Real skoraði fjögur eftir að hafa lent undir
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Real Madrid 4 - 1 Espanyol
0-1 Thibaut Courtois ('54, sjálfsmark)
1-1 Dani Carvajal ('58)
2-1 Rodrygo ('75)
3-1 Vinicius Junior ('78)
4-1 Kylian Mbappe ('90, víti)

Real Madrid tók á móti Espanyol í lokaleik kvöldsins í efstu deild spænska boltans og var staðan markalaus í hálfleik þrátt fyrir mikla yfirburði heimamanna.

Real var sterkari aðilinn allan leikinn en það voru gestirnir sem tóku óvænt forystuna eftir skyndisókn á 54. mínútu, þar sem fastur bolti fyrir markið fór í fætur Thibaut Courtois og endaði í netinu. Belgíski markvörðurinn fær þetta því skráð sem sjálfsmark, en það tók liðsfélaga hans aðeins fjórar mínútur að jafna metin.

Hægri bakvörðurinn Dani Carvajal var þar á ferðinni og hélst staðan jöfn 1-1 allt þar til komið var á lokakaflann.

Brasilíumennirnir Rodrygo Goes og Vinícius Junior létu þá til skarar skríða. Rodrygo skoraði fyrsti eftir stoðsendingu frá Vinícius og svo skoraði Vinícius sjálfur eftir undirbúning frá Kylian Mbappé.

Staðan var orðin 3-1 og skoraði Mbappé síðasta mark leiksins úr vítaspyrnu á 90. mínútu.

Lokatölur 4-1 fyrir Real Madrid, sem er með 14 stig eftir 6 fyrstu umferðir tímabilsins - einu stigi á eftir toppliði Barcelona sem er með fullt hús stiga og einn leik til góða.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner