Greenwood eftirsóttur - Isak til PSG? - Chelsea vill gera skiptidíl við Inter
   lau 21. september 2024 20:12
Ívan Guðjón Baldursson
Mitrovic sökkti Al-Ittihad í risaslag
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Aleksandar Mitrovic skoraði fyrstu tvö mörkin er Al-Hilal lagði Al-Ittihad að velli í risaslag í sádi-arabísku deildinni.

Mitrovic er kominn með 8 mörk í fyrstu 4 leikjunum á nýju tímabili í Sádi-Arabíu. Rúben Neves lagði fyrsta markið upp en Mitrovic skoraði annað markið úr vítaspyrnu, áður en Neves lagði þriðja mark leiksins upp fyrir Salem Al-Dawsari.

Bono, Joao Cancelo, Renan Lodi, Sergej Milinkovic-Savic og Malcom voru allir meðal byrjunarliðsmanna í ógnarsterku liði Al-Hilal.

Stjörnum prýtt lið gestanna átti engin svör og urðu lokatölur 3-1 eftir að Karim Benzema minnkaði muninn undir lokin.

Fabinho, N'Golo Kanté, Moussa Diaby, Danilo Pereira, Houssem Aouar og Steven Bergwijn voru allir í byrjunarliði Al-Ittihad í dag.

Al-Hilal er með fullt hús stiga eftir þrjár fyrstu umferðirnar á nýju tímabili. Al-Ittihad er í öðru sæti með 9 stig eftir tapið í dag.

Al-Shabab deilir öðru sætinu með Al-Ittihad eftir sigur gegn Al-Taawon í dag.

Abderrazak Hamdallah, sem raðaði inn mörkunum fyrir Al-Ittihad á síðustu leiktíð, skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik.

Wesley Hoedt og Giacomo Bonaventura voru meðal byrjunarliðsmanna Al-Shabab gegn Musa Barrow og félögum í Al-Taawon, sem eru með sex stig eftir þetta tap.

Að lokum hafði Al-Riyadh betur gegn Al-Raed. Al-Riyadh er með sjö stig eftir sigurinn og Al-Raed situr eftir með fjögur stig.

Al-Hilal 3 - 1 Al-Ittihad
1-0 Aleksandar Mitrovic ('3)
2-0 Aleksandar Mitrovic ('14, víti)
3-0 Salem Al-Dawsari ('37)
3-1 Karim Benzema ('86)

Al-Shabab 1 - 0 Al-Taawon
1-0 Abderrazak Hamdallah ('25, víti)

Al-Raed 1 - 2 Al-Riyadh
Athugasemdir
banner
banner