Greenwood eftirsóttur - Isak til PSG? - Chelsea vill gera skiptidíl við Inter
   lau 21. september 2024 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Brynjar Ingi skoraði í sigri - Logi Tómasson frábær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Triestina
Það voru nokkrir Íslendingar sem komu við sögu í leikjum víða um Evrópu í dag.

Viðar Ari Jónsson var í byrjunarliði HamKam sem rúllaði yfir Lilleström í efstu deild norska boltans í dag og kom Brynjar Ingi Bjarnason inn af bekknum í 5-0 sigri.

Brynjar Ingi skoraði síðasta markið í sigrinum og er HamKam um miðja deild eftir dýrmæt stig, með 28 stig eftir 23 umferðir.

Logi Tómasson lék þá allan leikinn sem vinstri vængbakvörður í 2-1 sigri Strömsgodset gegn Sarpsborg.

Logi átti stórleik samkvæmt vefsíðu FlashScore þar sem hann fékk hæstu einkunn allra á vellinum þrátt fyrir að skora hvorki mark né eiga stoðsendingu.

Sarpsborg og Strömsgodset eru bæði um miðja deild, fjórum og fimm stigum fyrir ofan fallsæti.

Í B-deildinni kom Óskar Borgþórsson við sögu í 1-0 tapi Sogndal gegn Sandnes Ulf. Þetta var fimmti tapleikurinn í röð hjá Sogndal, er liðið gæti verið að missa af umspilsbaráttunni um sæti í efstu deild fyrir næstu leiktíð.

Í efstu deild sænska boltans lék Hlynur Freyr Karlsson allan leikinn í varnarlínu Brommapojkarna sem gerði markalaust jafntefli við Mjällby.

Mjällby er í harðri baráttu um Evrópusæti á meðan jafnteflið kemur Brommapojkarna sex stigum frá fallsæti, þegar sjö umferðir eru eftir.

Kristófer Jónsson kom þá inn af bekknum er Triestina tapaði í C-deild ítalska boltans, en Stígur Diljan Þórðarson var ónotaður varamaður. Triestina er aðeins komið með þrjú stig eftir fimm umferðir, en þetta var þetta fjórði tapleikur liðsins í röð.

Að lokum var Kristian Nökkvi Hlynsson ekki í leikmannahópi Ajax sem gerði jafntefli við Go Ahead Eagles í efstu deild hollenska boltans. Ajax er komið með sjö stig eftir fjórar umferðir á nýju tímabili.

HamKam 5 - 0 Lillestrom
1-0 V. Kongsro ('11)
2-0 M. Ofkir ('16)
3-0 M. Mawa ('33)
4-0 V. Kongsro ('45+1)
5-0 Brynjar Ingi Bjarnason ('88)

Stromsgodset 2 - 1 Sarpsborg

Sandnes Ulf 1 - 0 Sogndal

Brommapojkarna 0 - 0 Mjallby

Lecco 2 - 1 Triestina

G.A. Eagles 1 - 1 Ajax

Athugasemdir
banner
banner
banner