Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   fim 22. ágúst 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Umtalaður leikur HK og KR fer fram í Kórnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
HK og KR eigast við í frestuðum leik í Bestu deild karla í Kórnum í kvöld og þá eru fimm leikir í Lengjudeildunum.

Leik HK og KR var á dögunum frestað eftir að kom í ljós að annað markið var brotið. Framkvæmd leiksins hefur verið mikið til umræðu, en KR-ingar kærðu málið til KSÍ og fóru fram á að þeim yrði dæmdur 3-0 sigur.

KSÍ hafnaði kærunum en KR-ingar hafa áfrýjað málinu til aga- og úrskurðarnefndar.

Leikurinn fer samt sem áður fram í kvöld en hann hefst klukkan 20:00.

Tveir leikir eru í Lengjudeild karla. Njarðvík fær Gróttu í heimsókn á meðan topplið Fjölnis tekur á móti ÍR.

Þrír leikir eru spilaðir í Lengjudeild kvenna. Selfoss og ÍBV mætast í suðurlandsslag. ÍR tekur á móti HK og þá mætast ÍA og Afturelding.

Leikir dagsins:

Besta-deild karla
20:00 HK-KR (Kórinn)

Lengjudeild karla
18:00 Njarðvík-Grótta (Rafholtsvöllurinn)
18:00 Fjölnir-ÍR (Extra völlurinn)

Lengjudeild kvenna
18:00 Selfoss-ÍBV (JÁVERK-völlurinn)
18:00 ÍR-HK (ÍR-völlur)
18:00 ÍA-Afturelding (Akraneshöllin)

4. deild karla
18:00 Kría-KFS (Vivaldivöllurinn)
19:15 KÁ-Árborg (BIRTU völlurinn)
19:15 KH-Hamar (Valsvöllur)

5. deild karla - A-riðill
20:00 Úlfarnir-Álafoss (Framvöllur)
20:00 Álftanes-Léttir (OnePlus völlurinn)
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Breiðablik 21 14 4 3 48 - 25 +23 46
2.    Víkingur R. 20 13 4 3 47 - 23 +24 43
3.    Valur 21 10 5 6 49 - 32 +17 35
4.    FH 21 9 5 7 36 - 35 +1 32
5.    ÍA 21 9 4 8 40 - 31 +9 31
6.    Stjarnan 21 9 4 8 39 - 35 +4 31
7.    KA 21 7 6 8 32 - 37 -5 27
8.    Fram 21 7 5 9 28 - 29 -1 26
9.    KR 20 5 6 9 34 - 39 -5 21
10.    HK 21 6 2 13 23 - 51 -28 20
11.    Vestri 21 4 6 11 22 - 42 -20 18
12.    Fylkir 21 4 5 12 26 - 45 -19 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner