Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   fös 23. ágúst 2024 18:32
Brynjar Ingi Erluson
Joachim Andersen í Fulham (Staðfest) - „Velkominn heim“
Mynd: Fulham
Danski landsliðsmiðvörðurinn Joachim Andersen er mættur til Fulham frá Crystal Palace fyrir 30 milljónir punda.

Fulham var á eftir Andersen í allt sumar en fyrsta tilboði félagsins í þennan 28 ára gamla leikmann var hafnað.

Palace vildi fá í kringum 40 milljónir punda en Fulham tókst að prútta verðið niður í 30 milljónir.

Andersen gerir fimm ára samning við Fulham með möguleika á aukaári.

Þetta er í annað sinn á ferlinum sem Andersen spilar fyrir Fulham, en hann var á láni hjá félaginu tímabilið 2020-2021.

„Það er gott að vera kominn hingað og smá eins og maður sé að koma heim, þannig tilfinning er góð. Ég þekki auðvitað félagið og veit hvernig liðið spilar. Ég kannast við marga leikmenn og eitthvað af þjálfarateyminu, þannig ég þurfti engan til að sannfæra mig því ég vissi svo margt um félagið,“ sagði Andersen.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner