Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   fös 23. ágúst 2024 18:37
Brynjar Ingi Erluson
Kennie Chopart Fram-lengir til 2026
Kennie Chopart
Kennie Chopart
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski leikmaðurinn Kennie Chopart hefur framlengt samning sinn við Fram til 2026. Þetta kemur fram í tilkynningu Framara í dag.

Chopart fylgdi Rúnari Kristinssyni til Fram frá KR eftir síðustu leiktíð og hefur spilað gríðarlega mikilvægt hlutverk hjá þeim bláklæddu á þessari leiktíð.

Í sumar hefur hann spilað þrettán leiki í Bestu deildinni og skorað þrjú mörk.

Daninn hefur verið leiðtogi innan sem utan vallar hjá Fram og verður það áfram, en hann hefur framlengt við félagið næstu tvö tímabil eða til 2026.

Framarar eru í baráttu um að komast í meistarariðil Bestu deildarinnar en liðið er í 6. sæti með 26 stig þegar þrjár umferðir eru eftir.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner