Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   fös 23. ágúst 2024 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Lærisveinn Mourinho á leið til Brighton
Mynd: EPA
Tyrkneska félagið Fenerbahce, sem Jose Mourinho stýrir, hefur gefið bakverðinum Ferdi Kadioglu leyfi til þess að ferðast til Bretlandseyja og ganga frá samningum við enska úrvalsdeildarfélagið Brighton.

Kadioglu er 24 ára gamall fjölhæfur leikmaður, sem getur spilað vinstri bakvörð, vængstöðu og á miðju.

Síðustu ár hefur hann verið með bestu leikmönnum tyrknesku deildarinnar og var meðal annars valinn í lið ársins á síðustu leiktíð.

Mörg félög skoðuðu hann í sumar, þar á meðal Manchester United, en Brighton var ákveðið í sínum aðgerðum og kom með áætlun sem heillaði varnarmanninn.

Brighton hefur náð samkomulagi við Fenerbahce um kaupverð, en það greiðir um 25 milljónir punda. Kadioglu hefur samþykkt fimm ára samning, en Fenerbahce hefur gefið honum leyfi að ferðast til Bretlandseyja til að ganga frá samningum.


Athugasemdir
banner
banner
banner