Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   fös 23. ágúst 2024 19:19
Brynjar Ingi Erluson
Lukaku til Napoli - „Here we go!"
Antonio Conte fékk aðalskotmark sitt fyrir tímabilið
Antonio Conte fékk aðalskotmark sitt fyrir tímabilið
Mynd: EPA
Napoli og Chelsea hafa loksins náð saman um belgíska sóknarmanninn Romelu Lukaku en það er Fabrizio Romano sem fullyrðir þetta í kvöld.

Félögin hafa átt í viðræðum um Lukaku í allt sumar en í dag náðu þau saman,

Stjórnarmenn Chelsea og Napoli hittust í Lundúnum í dag til að ganga frá samkomulagi en ítalska félagið greiðir 25 milljónir punda, sem gæti hækkað upp í 38 milljónir ef ákveðnum skilyrðum er mætt.

Lukaku er 31 árs gamall og var aldrei í framtíðaráætlunum Chelsea.

Á síðasta tímabili var hann á láni hjá Roma, en áður lék hann með Inter á Ítalíu.

Framherjinn gerir þriggja ára samning við Napoli, en þar endurnýjar hann kynni sín við Antonio Conte.

Félagarnir urðu Ítalíumeistarar hjá Inter árið 2021 og var Lukaku með efstu mönnum á óskalista hans er ítalski þjálfarinn tók við Napoli í sumar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner