Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
banner
   fös 23. ágúst 2024 18:00
Elvar Geir Magnússon
Maresca: Vandamál ef við náum ekki að tálga niður hópinn
Enzo Maresca, stjóri Chelsea.
Enzo Maresca, stjóri Chelsea.
Mynd: EPA
Enzo Maresca stjóri Chelsea segir það geta skapað vandamál ef félagið nær ekki að skera niður gríðarlega stóran leikmannahóp sinn áður en félagaskiptaglugganum verður lokað eftir viku.

Chelsea hefur fengið ellefu leikmenn í sumar og aðalliðshópur félagsins telur nú yfir 40 leikmenn. Raheem Sterling og Ben Chilwell eru meðal leikmanna sem eru ekki í plönum Maresca og æfa ekki með liðinu.

„Sem stendur er ég að vinna með 21-23 leikmönnum, ekki með 45 leikmönnum. Það væri ekki hægt. Það er ómögulegt fyrir hvaða stjóra sem er í heimsfótboltanum að vera með 45 manna æfingu. Það er bara ekki hægt," segir Maresca.

„Vonandi verður hægt að finna lausn fyrir alla leikmenn áður en glugganum verður lokað. Ef það tekst verða allir ánægðir. Ef það tekst ekki þá getur það skapað vandamál."
Athugasemdir
banner
banner
banner