Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 23. nóvember 2021 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ótrúlegt kraftaverk Jóa Harðar - Myndi styrkja starf ÍA alveg helling
Jóhannes Harðarson
Jóhannes Harðarson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Harðarson var í haust orðaður við aðstoðarþjálfarastarfið hjá ÍA í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin. Jói er uppalinn Skagamaður sem lék sem atvinnumaður í Hollandi og Noregi á sínum ferli.

Hann stýrði ÍBV tímabilið 2015 og varð árið 2017 aðstoðarþjálfari Start í Noregi. Árið 2019 tók hann svo við sem aðalþjálfari en var látinn fara í júní á þessu ári.

Jóhannes tók við sem þjálfari Flöy (Flekkeröy IF), þar sem hann lék sem leikmaður á sínum ferli, og stýrði liðinu í síðustu fimm leikjum tímabilsins. Flöy leikur í riðli 2 í þriðju efstu deild í Noregi.

Á heimasíðu félagsins er talað um kraftaverkið á Grefsen vellinum.

Jói tók við liðinu í vonlausri stöðu, níu stigum frá öruggu sæti. Á einhvern ótrúlegan hátt, með því að ná í ellefu stig í fimm leikjum, tókst Jóa að halda liðinu uppi. Liðið í sætinu fyrir neðan endaði með jafnmörg stig en einu marki verri markatölu. Flöy hélt sér uppi með því að vinna lokaleikinn 4-1 og liðið sem var fyrir ofan, en endaði fyrir neðan, tapaði 1-2 fyrir toppliðinu. Flöy var s.s. með -11 í markatölu og Fram var með -8 fyrir lokaumferðina.

Fótbolti.net ræddi við Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfara ÍA í dag og var hann spurður út í nafna sinn.

„Jói er úti í Noregi og er að klára tímabilið með Flöy. Það er ennþá í vinnslu hvort hann komi og ég hefði gríðarlega mikinn áhuga á því að fá Jóa. Hann er gríðarlega reyndur þjálfari en líka mikill vinur minn og frændi minn. Ég veit að hann myndi starfið okkar upp á Skaga alveg helling. Ég er ennþá að binda vonir við að það geti gengið upp að hann komi til okkar," sagði Jói Kalli.

Teluru miklar líkur á því?

„Ég er bjartsýnn að eðlisfari þannig ég er það bara áfram," sagði Jói Kalli að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner