Gomes efstur á óskalista Newcastle - Liverpool hefur einnig áhuga - Rætt um að stækka HM kvenna
   lau 24. ágúst 2024 17:09
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild: Dagur Orri hetjan í dýrmætum sigri KFG
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
KFG 4 - 1 KFA
1-0 Magnús Andri Ólafsson ('15 )
2-0 Dagur Orri Garðarsson ('34 )
3-0 Dagur Orri Garðarsson ('56 )
4-0 Dagur Orri Garðarsson ('63 )
4-1 Eiður Orri Ragnarsson ('70 )

KFG tók á móti KFA í eina leik dagsins í 2. deild karla og tóku heimamenn í Garðabæ forystuna eftir stundarfjórðung, þegar Magnús Andri Ólafsson setti boltann í netið.

Dagur Orri Garðarsson tvöfaldaði forystuna og var staðan 2-0 í leikhlé.

Dagur Orri gerði sér lítið fyrir í upphafi síðari hálfleiks þar sem hann bætti tveimur mörkum til viðbótar við leikinn og fullkomnaði þannig þrennu.

Þetta gerði hann áður en Eiður Orri Ragnarsson minnkaði muninn fyrir KFG svo lokatölur urðu 4-1.

Þetta er gríðarlega dýrmætur sigur fyrir KFG sem forðast fallbaráttuna og er núna fimm stigu frá fallsvæðinu.

Þetta er aftur á móti skellur fyrir KFA sem þurfti sigur í baráttunni um 2. sæti deildarinnar. Austfirðingar eru áfram í fimmta sæti, fjórum stigum frá öðru sætinu eftirsótta.
Athugasemdir
banner
banner